Rakel Arnþórsdóttir í ÍF Akur tók titilinn í sveigboga kvenna U21 á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Rakel keppti um gullið við Valgerði Einarsdóttir Hjaltested úr BF Boganum en sá leikur var mjög jafn. Stelpurnar skiptust á að taka loturnar og í síðustu lotuni var jafnt á milli þeirra 4-4. En Rakel tók síðustu lotuna örugglega og tók því gullið og titilinn.
Í undankeppninni var Rakel efst og sló einnig Íslandsmetið í sveigboga kvenna U21 en hún átti metið sjálf. Gamla metið var 363 stig og Rakel skoraði 417 stig á mótinu. Hún sló einnig Íslandsmet í tvíliðaleik (mixed team) með skorið 951 ásamt Oliver Ormar Ingvarssyni í BF Boganum, metið var áður 910 stig.
Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmóti ungmenna og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik Rakelar og Valgerðar. Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net