Ragnheiður Íris Klein í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði átti flotta viku þar sem hún keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí. Hún vann tvo Íslandsmeistaratitla, sló Íslandsmet og á NUM endaði í 6 sæti í einstaklingskeppni og 7 sæti í liðakeppni.
Í 16 manna úrslitum sigraðir Ragnheiður örugglega 6-0 gegn Isabella Lasota Olsen frá Danmörku. En Ragnheiður var svo slegin út 7-3 gegn Ebba Krantz frá Svíþjóð í 8 manna úrslitum. Ragnheiður endaði því í 6 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna 2024.
Í liðakeppni voru Ragnheiður og liðsfélagar hennar Dagur og Henry slegin út af Norska liðinu í 8 liða úrslitum og enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NM ungmenna.
Samantekt af niðurstöðum Ragnheiðar á ÍM og NM:
- Íslandsmeistari Berbogi U16 kvenna á ÍM ungmenna
- Íslandsmeistari Berbogi U16 Unisex á ÍM ungmenna
- 7 sæti berboga U16 liðakeppni á NM ungmenna
- 6 sæti berboga kvenna U16 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- Íslandsmet Berbogi U16 kvenna – 510 stig. Metið var áður 461
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet