Ragnheiður Íris bráðabana frá því að keppa um verðlaun á NM ungmenna

Ragnheiður Íris Klein í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði endaði í 5 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Ragnheiður var í 13 sæti í undankeppni mótsins í einstaklingskeppni berboga kvenna U18 því hjá í 32 manna úrslitum og fór beint í 16 manna úrslit.

Þar mættust Ragnheiður og Klara Wigh frá Svíþjóð í mjög jöfnum leik. Ragnheiður tók fyrstu lotuna 2-0 og Klara jafnaði í annarri lotu 2-2. Ragnheiður tók þriðju lotuna 4-2 og Klara tók fjórðu og jafnaði aftur 4-4. Aðeins ein lot eftir sem ákvarðaði hver héldi áfram í 8 manna úrslit. En þar tók Klara lotuna með aðeins eins stigs mun 15-14 og tók því sigurinn í leiknum 6-4 og sló Ragnheiði út sem endaði því í 9 sæti á NM ungmenna í einstaklingskeppni.

Í liðakeppni mættu Ragnheiður og liðsfélagar hennar, í blönduðu Norðurlandalið (Nordic Team) Lóa Margrét Hauksdóttir og Lilja S Winther, sjötta liði Svíþjóðar (já Svíþjóð er stórþjóð í berboga) í 16 liða úrslitum. Þar tóku Ragnheiður og liðsfélagar hennar öruggann sigur 5-1 og héldu í 8 liða úrslit

Í 8 liða úrslitum mættu Ragnheiður og liðsfélagar aðal liðið Svíþjóðar í mjög spennandi leik. Svíþjóð tók fyrstu lotuna 2-0, lið Ragnheiðar tók næstu 2 lotur og forskotið 4-2, Svíjar jöfnuðu svo leikinn 4-4 í síðustu lotunni. Því þurfti bráðabana til þess að ákvarða hvort liðið héldi áfram í undanúrlit. Þar náði Svíþjóð sigrinum með littlum mun 27-25 og tóku leikinn og héldu í undanúrslit og tóku á endanum titilinn. Þar sem að lið Ragnheiðar var með flest stig af þeim liðum sem slegin voru út í 8 liða úrslitum endaðu þau í 5 sæti á NM ungmenna 2025

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Ragnheiður Íris Klein – 9 sæti – Berboga U18 kvenna – BFHH
  • Ragnheiður Íris Klein – 5 sæti – Berboga U18 lið (Nordic Team)

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons