Ragnar tók þriðja Íslandsmeistaratitil karla í röð á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Ragnar Þór Hafsteinsson vann þriðja Íslandsmeistaratitil karla í röð á Íslandsmeistaramóti innandyra í sveigboga (ÍM-I-S) 23 mars. Ragnar vann einnig þriðja Íslandsmeistaratitilinn sinn í röð í félagsliðakeppni með BF Boganum í Kópavogi.

Ragnar varði Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu 2024. Ragnar vann titilinn innandyra 2019,2022,2024,2025 og utandyra 2024. Þetta er því þriðji titill Ragnars í röð (inni 2024, úti 2024, inni 2025).

Í keppni um sveigboga karla titilinn um helgina var Ragnar efstur í skori í undankeppni og sat því hjá í 16 manna úrslitum. Ragnar vann leikinn sinn í 8 manna úrslitum 7-3 og svo í undanúrslitum 6-2. Ragnar mætti því Ara Emin Björk úr ÍF Akur Akureyri í gull úrslitaleik karla á Íslandsmeistaramótinu um helgina. Gull úrslitaleikurinn á milli Ragnars og Ara var mjög jafn og spennandi.

  • Lota 1: Ragnar 26-25 Ari. Staðan 2-0
  • Lota 2: Ragnar 27-28 Ari. Staðan 2-2
  • Lota 3: Ragnar 27-28 Ari. Staðan 2-4
  • Lota 4: Ragnar 28-27 Ari. Staðan 4.4

Strákarnir því jafnir á leið í fimmtu og síðustu lotu úrslitaleiksins. Þar sem að Ragnar tók ótrúlega fullkomna lotu með 10-10-10, 30 stig á móti 26 frá Ara. Ragnar tók því sigurinn 6-4 og Íslandsmeistaratitil karla annað skiptið í röð innandyra.

Í félagsliðakeppni vann Ragnar ásamt liðsfélögum sínum Marín Anítu Hilmarsdóttir og Valgerði E. Hjaltested í BF Boganum, Íslandsmeistaratitil félagsliða innandyra annað árið í röð. Úrslitaleikurinn var gegn Akureyringum í ÍF Akri þar sem að lið Ragnars tók nokkuð öruggann sigur 5-1 og tóku Íslandsmeistaratitil félagsliða 2025.

Í keppni um titilinn óháð kyni vann Ragnar örugglega í 16 manna úrslitum 6-0 og 8 manna úrslitum 7-1. En í undanúrslitum mætti Ragnar liðsfélaga sínum Marín Anítu þar sem leikurinn endaði jafn 5-5 og þurfti því bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara leiksins og hvort þeirra myndi keppa um gullið. Ragnar og Marín skutu bæði fullkomið skor í bráðabananum (10 stig) en ör Marínar var nær miðju og Ragnar þurfti því að keppa í brons úrslitaleiknum. Í brons úrslitaleiknum óháð kyni mætti Ragnari hinum liðsfélaga sínum Valgerði í gífurlega jöfnum leik sem endaði í jafntefli 5-5 eftir fimm lotur. Því þurfti Ragnar aftur að skjóta bráðabana til þess að ákvarða hvort þeirra tæki bronsið í leiknum. Ragnar og Valgerður skutu bæði fullkomið skor í bráðabananum (10 stig) en ör Ragnars var 6,5 millimetrum nær miðju og hann því lýstur sigurvegari leiksins og tók bronsið óháð kyni.

Tveir bráðabanar í röð þar sem að báðir keppendur skjóta fullkomið skor og aðeins millimetra munur á 18 metra færi sem ákvarðar sigurvegara leikjana. Samkeppnin í sveigboga er gífurleg og jöfn á efstu stigum íþróttarinnar.

Samantekt af árangri Ragnars á Íslandsmeistaramótinu í sveigboga meistaraflokki:

  • Íslandsmeistari karla (annað sinn í röð innandyra og þriðja sinn í röð
  • Brons óháð kyni
  • Íslandsmeistari félagsliðakeppni (annar titilinn í röð innandyra og þriðji titilinn í röð yfirhöfuð)

Mögulegt er að horfa á alla úrslitaleiki ÍM í sveigboga á Archery TV Iceland Youtube rásinni: