Ragnar Þór Hafsteinsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi BFB vann Íslandsmeistaratitlinn í sveigboga karla á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi (ÍM24) sem haldið var á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 20-21 júlí. Ásamt því að vinna annan Íslandsmeistaratitil í félagsliðakeppni sveigboga ásamt liðsfélögum sínum, setja Íslandsmet félagsliða og 1 silfur í sveigboga óháð kyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitil Ragnars í röð í sveigboga karla, en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn innandyra í mars.
Gull úrslitaleikur sveigboga karla milli Ragnars og Georg Elfarsson úr ÍF Akur á Akureyri var mjög spennandi. Georg byrjaði því að taka fyrstu tvær loturnar og staðan því 4-0 og leit ekki vel út fyrir Ragnar. Ragnar svaraði þó eins og tók næstu tvær lotur og jafnaði leikinn 4-4 fyrir fimmtu og síðustu lotu. Þar skoraði Ragnar 19 á móti 16 frá Georg og Ragnar tók því 2 stigin fyrir lotuna, sigurinn í leiknum 6-4 og annan Íslandsmeistaratitil sinn í sveigboga karla í röð. Ari Emin Björk frá Akureyri tók bronsið í úrslitaleiknum gegn Marcin Bylica úr BFB Kópavogi.
Einnig er keppt um Íslandsmeistaratitil óháð kyni þar sem að konur/karlar/kynsegin og allir keppa. Þar vann Ragnar öruggann sigur 6-0 í 8 manna úrslitum en í undanúrslitum var harður bardagi við Valgerði liðsfélaga Ragnars, lendaði leikurinn í bráðabana um hver ynni leikinn og myndi því keppa um gullið, en þar hafði Ragnar betur í bráðabananum með minnsta mun 5-4. Í gull úrslitaleiknum mætti Ragnar liðsfélaga sínum Marín Anítu Hilmarsdóttir þar sem að Ragnar þurfti að sætta sig við silfur eftir 6-0 tap. Valgerður E. Hjaltested BFB tók svo bronsið á móti Georg Elfarssyni úr ÍF Akri á Akureyri í brons úrslitaleiknum.
Í gull úrslitum félagsliða sveigboga mætti Ragnar ásamt liðsfélögum sínum í BFB Marín Anítu Hilmarsdóttir og Valgerði E. Hjaltested liði ÍF Akur frá Akureyri (ÍFA). Þar sem að Ragnar og félagar tóku öruggann sigur 6-0 á móti Akureyringum og hrepptu því Íslandsmeistaratitilinn. En Ragnar og liðsfélagar settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni ÍM24.
Þannig að Ragnar vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla, tók silfur í sveigboga óháð kyni, tók Íslandsmeistaratitil félagsliða og Íslandsmet félagsliða. Nánast fullkomið mót fyrir Ragnar. Og það var gott veður á Íslandsmóti sem er það sem er mest ótrúlegt af þessu öllu.
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér: