Ragnar Smári Jónasson úr BF Boganum í Kópavogi var valinn Trissubogamaður ársins 2025 af Bogfimisambandi Íslands.
Ragnar Smári var aldeilis upptekinn á árinu að safna sér verðlaunum og árangri alþjóðlega með 6 verðlaun í alþjóðlegum mótum á árinu, 3 af þeim á EM!
Ragnar byrjaði árið á því að taka silfurverðlaun á EM í berboga U21 liðakeppni karla eftir jafntefli og tap gegn Tyrklandi í bráðabana. Ragnar keppti svo um brons á EM í trissuboga U21 liðakeppni karla á EM og var í 7 sæti í trissuboga U21 karla einstaklingskeppni á EM, sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð í keppnisgreininni.
Ragnar vann brons í liðakeppni á Evrópubikarmóti U21 í Búlgaríu, tók silfur í einstaklings og liðakeppni á NM ungmenna. Endaði í 7 sæti í Evrópubikarmótaröð U21. Hann kom Íslandi í fyrsta sinn í 16 liða úrslit á HM ungmenna og endaði í 9 sæti.
Ragnar varð Bikarmeistari BFSÍ, Íslandsmeistari karla innandyra ásamt því að vinna 7 aðra Íslandsmeistaratitla í félagsliðakeppni og einstaklingskeppni í meistaraflokki og U21 flokki.
Ragnar sló Íslandsmetið í meistaraflokki karla, ásamt því að slá 16 önnur Íslandsmet í félagsliðakeppni, landsliðskeppni í meistaraflokki og U21 flokki.
Ragnar lauk svo tímabilinu á því að taka brons verðlaun í einstaklingskeppni og brons í liðakeppni á EM U21 í víðavangsbogfimi í Póllandi, í báðum tilfellum í fyrsta sinn í sögu íþróttarinnar sem Íslendingur vinnur til verðlaun á EM U21 í víðavangsbogfimi.
Í nánast öllum tilfellum var árangur Ragnars besti árangur sem Ísland/Íslendingur hefur náð í sögu íþróttinnar. Þá var verið að stikla á stóru í samantektinni enda mikil saga á bakvið hvert afrek 😅
Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnar Smári hreppir viðurkenninguna Trissubogamaður ársins. Ragnar er 19 ára gamall. Hann er næst yngsti til þess að hreppa viðurkenninguna.
Ýmis tölfræði:
- Íslandsmeistaratitlar 2025
- Íslandsmeistari Meistara Einstaklinga Karla Trissuboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson
- Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Trissuboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Freyja Dís Benediktsdóttir
- Íslandsmeistari U21 Einstaklinga Karla Trissuboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson
- Íslandsmeistari U21 Félagsliða Óháður kyni Trissuboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Trissuboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Þórdís Unnur Bjarkadóttir Dagur Örn Fannarsson Ragnar Smári Jónasson
- Íslandsmeistari U21 Einstaklinga Óháður kyni Trissuboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson
- Íslandsmeistari U21 Einstaklinga Karla Trissuboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson
- Íslandsmeistari U21 Félagsliða Óháður kyni Trissuboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Met 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK U21 BFSÍ Langbogi Karla M Innandyra Undankeppni Einstaklingsmet 462 Íslandsmeistaramót Bogfimisetrið (ISL) 13 Apríl 2025
- Landsliðsmet Bergur Freyr Geirsson Ragnar Smári Jónasson Kaewmungkorn Yuangthong Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Trissubogi Karla M Utandyra Útsláttarleikir Liðamet 210 European Youth Cup Catez (SLO) 28 Jul – 2 Aug 2025
- Landsliðsmet Freyja Dís Benediktsdóttir Ragnar Smári Jónasson Kaewmungkorn Yuangthong Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 BFSÍ Trissubogi Blandað lið Utandyra Útsláttarleikir Liðamet 217 Nordic Youth Championships Borås (SWE) 3-6 Jul 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Trissubogi Karla M Innandyra Undankeppni Einstaklingsmet 582 Bikarmót BFSÍ Bogfimisetrið (ISL) 11 Jan 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK U21 BFSÍ Trissubogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 679 European Youth Cup Sofia (BUL) 12-17 May 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Trissubogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 683 European Youth Cup Catez (SLO) 28 Jul – 2 Aug 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Trissubogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 687 Íslandsmót Ungmenna Kópavogur (ISL) 10 Aug 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK Meistaraflokkur Trissubogi Karla M Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 687 Íslandsmót Ungmenna Kópavogur (ISL) 10 Aug 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Trissubogi Blandað lið Innandyra Útsláttarleikir Liðamet 151 Íslandsmót Ungmenna Bogfimisetrið (ISL) 9 Mar 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Freyja Dís Benediktsdóttir Boginn – Kópavogur – UMSK Meistaraflokkur Trissubogi Blandað lið Innandyra Útsláttarleikir Liðamet 228 Íslandsmeistaramót Bogfimisetrið (ISL) 22 Mar 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Boginn – Kópavogur – UMSK U21 BFSÍ Trissubogi Blandað lið Utandyra Útsláttarleikir Liðamet 150 Íslandsmót Ungmenna Kópavogur (ISL) 10 Aug 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Freyja Dís Benediktsdóttir Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Trissubogi Blandað lið Innandyra Undankeppni Liðamet 1130 Íslandsmót Ungmenna Bogfimisetrið (ISL) 9 Mar 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Boginn – Kópavogur – UMSK U21 WA Trissubogi Karla M Utandyra Útsláttarleikir Einstaklingsmet 146 Bikarmót BFSÍ Þorlákshöfn (ISL) 19 Jul 2025
- Landsliðsmet Ragnar Smári Jónasson Henry Snæbjörn Johnston Baldur Freyr Árnason Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Berbogi Karla M Innandyra Undankeppni Liðamet 1250 European Indoor Championships Samsun (TUR) 17-23 Feb 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Boginn – Kópavogur – UMSK U21 BFSÍ Trissubogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1348 Íslandsmót Ungmenna Kópavogur (ISL) 10 Aug 2025
- Íslandsmet Ragnar Smári Jónasson Þórdís Unnur Bjarkadóttir Freyja Dís Benediktsdóttir Boginn – Kópavogur – UMSK Meistaraflokkur Trissubogi Blandað lið Innandyra Undankeppni Liðamet 1706 Íslandsmeistaramót Bogfimisetrið (ISL) 22 Mar 2025
- Landsliðsmet Bergur Freyr Geirsson Ragnar Smári Jónasson Kaewmungkorn Yuangthong Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ U21 WA Trissubogi Karla M Utandyra Undankeppni Liðamet 1743 European Youth Cup Catez (SLO) 28 Jul – 2 Aug 2025
- Niðurstöður í landsliðsverkefnum 2025
- European Indoor Championships Samsun Turkey Barebow Men U21 Teams Barebow Under 21 Men Team 2 JONASSON Ragnar Smari 1250
- Nordic Youth Championships Boras Sweden Compound Mixed U21 Teams Compound Under 21 (18-20) Team 2 JONASSON Ragnar Smari 1896
- Nordic Youth Championships Boras Sweden Compound Men U21 Individual Compound Under 21 (age 18-20) Men 3 JONASSON Ragnar Smari 628
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Compound Mixed U21 Teams Compound Under 21 Mixed Team 3 JONASSON Ragnar Smari 1241
- European Field Championships Ksiaz Poland Compound Men U21 Individual Compound Men Under 21 3 JÓNASSON Ragnar Smári 723
- European Field Championships Ksiaz Poland Compound Mixed U21 Teams Compound Under 21 Mixed Team 3 JÓNASSON Ragnar Smári 1432
- European Indoor Championships Samsun Turkey Compound Men U21 Teams Compound Under 21 Men Team 4 JONASSON Ragnar Smari 1642
- European Indoor Championships Samsun Turkey Barebow Men U21 Individual Barebow Under 21 Men 6 JONASSON Ragnar Smari 445
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Compound Men U21 Teams Compound Under 21 Men Team 6 JÓNASSON Ragnar Smári 1743
- European Indoor Championships Samsun Turkey Compound Men U21 Individual Compound Under 21 Men 7 JONASSON Ragnar Smari 574
- European Youth Cup Series Final Mörg lönd Compound Men U21 Individual Compound Under 21 Men 7 JONASSON Ragnar Smari 1362
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Compound Men U21 Individual Compound Under 21 Men 9 JÓNASSON Ragnar Smári 683
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Compound Mixed U21 Teams Compound Under 21 Mixed Team 9 JÓNASSON Ragnar Smári 1253
- World Youth Championships Winnipeg Canada Compound Mixed U21 Teams Compound Under 21 Mixed Team 9 JÓNASSON Ragnar Smári 1270
- European Youth Cup Leg 1 Sofia Bulgaria Compound Men U21 Individual Compound Under 21 Men 9 JONASSON Ragnar Smari 679
- World Youth Championships Winnipeg Canada Compound Men U21 Individual Compound Under 21 Men 33 JÓNASSON Ragnar Smári 662
Öllum mótum á tímabilinu sem hafa áhrif á valið er lokið og því mögulegt að birta fréttina fyrr.
Ýmsar fréttagreinar:
Ragnar Smári fyrstur Íslendinga að vinna til verðlauna á EM í víðavangsbogfimi
Ragnar Smári slegin út af Suður-Afríku á stærsta Evrópumóti í sögu íþróttarinnar
Ragnar Smári slegin út af Suður-Afríku á stærsta Evrópumóti í sögu íþróttarinnar
Ragnar Smári með tvo Íslandsmeistaratitla og tvö Íslandsmet á ÍM U21
Ragnar Smári Jónasson með silfur á EM og næstum brons til viðbótar

