Ragnar Smári Jónasson 2 silfur á NM, 9 sæti í Evrópu, 2 Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet á 2 vikum

Ragnar Smári Jónasson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni, NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí og Evrópumeistaramóti ungmenna 8-14 júlí í Búkarest Rúmeníu. Non stop keppni og náði mjög góðum árangri.

ÍMU

Á Íslandsmóti ungmenna varð Ragnar Íslandsmeistari í félagsliðakeppni og í einstaklingskeppni trissuboga karla U21. Til viðbótar við 2 Íslandsmeistaratitla sló Ragnar einnig 1 Íslandsmet í trissuboga U21 félagsliðakeppni og tók silfrið í trissuboga U21 unisex.

NUM

Á NM ungmenna var Ragnar þriðji efstur í undankeppni með littlum mun. Ragnar var því talin líklegur til verðlauna NM ungmenna í einstaklingskeppni í sínum flokki.

Í NUM einstaklingskeppni sigraði Ragnar auðveldlega Maximilian De Farfalla frá Svíþjóð 138-127 í 8 manna úrslitum og Ragnar hélt því áfram í undanúrslit. Ragnar mætti svo Jakob Holm frá Svíþjóð í undanúrslitum þar sem að Ragnar tók sigurinn í hörðum leik 138-128 Ragnar því kominn í gull úrslitaleikinn. Ragnar mætti í gull úrslitaleiknum Nicklas Bredal Bryld frá Danmörku en þar hafði sá Danski betur 139-134 og Ragnar tók því silfrið á NUM í einstaklingskeppni. Það er vert að nefna að Nicklas var á EM ungmenna í topp 8 í undankeppni og því ekkert lamb að leika sér við og Ragnar stóð sig almennt vel í leikjunum.

Í liðakeppni á NUM mætti Ragnar ásamt liðsfélögum sínum Freyju og Eowyn í undanúrslitum liði Svíþjóðar. Þar hafði lið Íslands betur í hörðum bardaga við Svíþjóð sem endaði 202-200 og lið Ragnars hélt því áfram í gull úrslitin. Í gull úrslitaleiknum mætti Ísland Danmörku, en þar unnu Danir 209-186. Ragnar tók því annað silfrið sitt ásamt liðsfélögum sínum í liðakeppni á NM ungmenna.

EMU

Á EM ungmenna einstaklingskeppni mætti Ragnar í 64 manna úrslitum Sviatoslav Karpenko frá Úkraínu, þar sigraði sá Úkraínski 140-131 og Ragnar endaði því i 33 sæti í einstaklingskeppni á EMU. Leikurinn var tölfræðilega séð nánast 50/50 á hvor myndi vinna áður en hann hófst. En Úkraínski átti góðan leik og skoraði yfir meðaltali á meðan að Ragnar var að skiptast á frábærum umferðum og lökum umferðum sem gerði muninn í leiknum. Í raun til að vinna leikinn hefði Ragnar þurft að skjóta yfir meðaltali frekar en undir meðaltali.

Í blandaðri liðakeppni á EMU (hæsti kk og kvk í undankeppni frá hverju landi) stóðu Ragnar og liðsfélagi hans Þórdís sig vel og enduðu í 15 sæti í undankeppni sem þýddi að þau sátu hjá í fyrsta útslætti. Í 16 liða úrslitum mættu þau svo sterku liði Tyrklands þar sem Tyrkir tóku sigurinn 152-138 og Ragnar endaði því í 9 sæti þar. Ragnar og Þórdís voru ekki að skjóta sitt besta í leiknum, þó að þau hafi skorað hærra en mörg löng og jafnað Þýskaland í skori í leiknum, þá vitum við að þau skjóta venjulega betur. En Tyrkir skutu líka sitt besta skor á EMU í leiknum gegn Íslandi.

Evrópubikarmótaröð ungmenna 2024

Evrópubikarmót ungmenna er samanlögð frammistaða í undankeppni á utandyra ungmenna mótum Evrópusambandsins á hverju ári. Ragnar stóð sig frábærlega í undankeppni á bæði Evrópubikarmótinu í Búlgaríu í maí og á EM ungmenna í Rúmeníu í júlí og Ragnar endaði í 16 sæti í Evrópubikarmótaröðinni 2024. Hvorki alþjóðabogfimisambandið né Evrópskabogfimisambandið eru með heimslista eða Evrópulista fyrir ungmenna flokka utandyra og því er Evrópubikarmót ungmenna það næsta sem kemst að “Evrópulista” í bogfimi fyrir U18 og U21 flokka. Því nokkuð flott að enda í topp 16 á “Evrópulista”.

Samantekt af niðurstöðum Ragnars á ÍMU, NUM, EMU og EBMU:

  • Silfur trissuboga karla U18 einstaklingskeppni á NUM
  • Silfur trissuboga U18 liðakeppni á NUM
  • Íslandsmeistari trissuboga U18 karla á ÍMU
  • Íslandsmeistari trissuboga U18 félagsliðakeppni ÍMU
  • Silfur trissuboga U21 Unisex á ÍMU
  • 33 sæti trissuboga karla U21 á EMU
  • 9 sæti trissuboga liðakeppni U21 á EMU
  • 16 sæti trissuboga karla U21 í Evrópubikarmótaröð ungmenna
  • Íslandsmet Trissuboga U21 félagslið undankeppni – 1215 stig

Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:

Ísland í 6 sæti á EM ungmenna í hitabylgju í Rúmeníu

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet