Ragnar Smári Jónasson Bikarmeistari 2025 með Íslandsmet

Ragnar Smári Jónasson úr BF Boganum í Kópavogi varð Bikarmeistari BFSÍ í Trissuboga innandyra 2025. Hörð samkeppni var í trissuboga, þar sem Ragnar og Anna María, sem lenti í öðru sæti í Bikarmótaröðinni, voru jöfn á stigum fyrir lokamótið (1138-1138 stig). Ragnar tryggði sér sigurinn þegar hann skoraði 582 stig og setti nýtt Íslandsmet í U21 flokki. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Ragnar vinnur Bikarmeistaratitilinn.

Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ 2025 voru:

  1. Ragnar Smári Jónasson – 1152 stig, BFB Kópavogur
  2. Anna María Alfreðsdóttir – 1138 stig, ÍFA Akureyri
  3. Þórdís Unnur Bjarkardóttir – 1130 stig, BFB Kópavogur
  4. Alfreð Birgisson – 1129 stig, ÍFA Akureyri

Alfreð hefur unnið síðustu þrjá bikarmeistaratitlana í röð og oftar en ekki með litlum mun. Mikil samkeppni er í flokknum og sigurinn í flokknum hefur aldrei verið ljós fyrr en á lokamótinu.

Bikarmótaröð BFSÍ 2024-2025 innandyra samanstóð af fimm Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í september, október, nóvember, desember og janúar.

Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri og tveimur bestu skorum úr Bikarmótum BFSÍ á tímabilinu.

Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, það er að segja, allir keppa á móti öllum.

Bikarmeistara BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000 kr. í verðlaunafé.