Ragnar Smári fyrstur Íslendinga að vinna til verðlauna á EM í víðavangsbogfimi

Ragnar Smári Jónasson í BF Boganum í Kópavogi varð fyrstur Íslendinga til þess að vinna til einstaklingsverðlauna á EM í víðavangsbogfimi.

Ragnar vann einnig til brons verðlauna í liðakeppni trissuboga U21 (Compound U21 mixed team). Sem var einnig í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna í liðakeppni á EM í víðavangsbogfimi.

Tvö brons á EM og bæði sögulegur árangur fyrir Ísland, frábærlega gert hjá Ragnari.

European field championships (Evrópumeistaramótið í víðavangsbogfimi) var haldið í Póllandi 13-20 september.

Sýnt var beint frá einstaklings brons úrslitaleik Ragnars á EM á Youtube rás Evrópskabogfimisambandsins (World Archery Europe). En sökum fjölda keppenda og þeirrar tímaþröng sem það setti á skipulag mótsins yfir vikuna voru sumir úrslitaleikirnir ekki sýndir á streyminu, þar með talið liðakeppnin í þeirra flokki. En mælum með að kíkja á einstaklings úrslitin með því að smella hér fyrir neðan.

Við mælum einnig með því að skoða myndirnar af mótinu þar sem margar þeirra eru frábærar. https://bogfimi.smugmug.com/EM-Field-P%C3%B3lland-2025

Ragnar Smári Jónasson sýndi frábæra frammistöðu í sínum flokki. Ragnar var í 6 sæti í undankeppni EM. Sem er býsna gott miðað við að þetta var í fyrsta sinn sem Ragnar keppir í víðavangsbogfimi, þrátt fyrir að hafa keppt reglubundið í markbogfimi áður.

Ragnar mætti í 8 manna úrslitum Bretanum Ioan Rees sem var í 3 sæti undankeppni EM. Ragnar var því “underdog” í leiknum, Bretinn var talinn sigurstranlegri í leiknum með um 0,26 stigum per ör hærra skor en Ragnar að meðaltali í undankeppni EM. Sem þýðir að á hverjum 4 örvum ætti Bretinn að skora 1 stigi hærra að meðaltali. Sem er samt ekki mikill munur þar sem 8 manna úrslitaleikur er aðeins 18 örvar.

Strákarnir byrjuðu jafnir 16-16 í fyrstu umferð. Ragnar tók svo rosalega fullkomna umferð 6-6-6 (6 er hæsta skor í víðavangsbogfimi), sem gaf Ragnari 3 stiga forskot eftir umferð 2. Ragnar bætti svo við forskotið með 16-15 umferð 3 og staðan 50-46. Góð staða fyrir Ragnar þar sem Ioan var líklegur til að detta í gírinn hvenær sem er, sem hann gerði í umferð fjögur 17-15 og saxaði leikinn niður í 2 stiga mun. Strákarnir jöfnuðu fimmtu umferð 15-15. Í loka umferðinni náði Bretinn að saxa niður muninn aftur með 15-14 umferð, en það var ekki nóg og leikurinn endaði 94-93 með eins stig sigri Ragnars!! Ragnar hélt því áfram í undanúrslit EM.

Í undanúrslitum mætti Ragnar góðum vini sínum sem hafa oft leikið á móti eða með hver öðrum Viktor Gogala frá Slóveníu. Viktor var einnig talinn sigurstranlegri í undanúrslitunum um sirka 0,33 stig per ör hærra skor í undankeppni EM. Sem þýðir að á hverjum 3 örvum er sá Slóvenski að skora 1 stigi hærra en Ragnar. Undanúrslita og gull/brons úrslitaleikir í víðavangsbogfimi eru aðeins 12 örvar (4 skotmörk/fjarlægðir).

Ragnar byrjaði 3 stigum undir í fyrstu umferð 14-17, Ragnar skaut ekki illa Viktor átti bara mun betri umferð. Þeir jöfnuðu umferð tvö 17-17 og staðan 24-21. Ragnar náð einu stigi til baka í umferð þrjú 16-15 og lækkaði forskot Viktors í 2 stig 49-47. Í síðustu umferðinni náði Ragnar aftur yfirhöndinni og saxaði aftur niður muninn 15-14, en það var ekki nóg staðan 63-62 og Viktor tók sigurinn og ýtti Ragnari í brons úrslitaleikinn. 1 stig í undanúrslitum á EM um hver keppir um titilinn er mjög góður árangur. (Viktor skalf verulega í síðasta skotinu í undan úrslitum af því að það var svo mikið undir og hann þurfti að eiga gott skot til að tryggja sér sigur í leiknum).

Ragnar fór því i brons úrslitaleikinn þar sem hann mætti Filip Reitmeier frá Tékklandi, sem er einnig góður vinur Íslendinga. Brons leikur var þó mjög jafn þar sem það munaði aðeins 0,12 stigum per ör á þeim í undankeppni EM, því nánast hlutkesti hvor væri líklegri til að vinna fyrir leikinn.

Strákarnir byrjuðu jafnir 15-15, en Filip (Fíkus eins og hann er kallaður) náði yfirhöndinni í umferð tvö með 13-12 umferð og staðan 28-27. Ragnar snéri því á hvolf í umferð þrjú, þar sem hann skoraði 16 af 18 mögulegum á móti 13 frá Fíkus, sem snéri leiknum við úr 1 stigs forskoti fyrir Filip í 4 stiga forskot fyrir Ragnar og aðeins ein umferð eftir af brons leiknum. Þar jók Ragnar forskotið sitt með 15-13 umferð og tók því sigurinn 58-54 og fyrstu einstaklings brons verðlaun Íslands á Evrópumeistaramóti í víðavangsbogfimi í sögu íþróttarinnar.

Ragnar getur verið mjög ánægður með sína frammistöðu á EM og þann sögulega árangur sem hann náði að bæði vinna til fyrstu einstaklingsverðlauna og fyrstu liðaverðlauna sem Ísland hefur unnið til á EM í víðavangsbogfimi.

Nánar er fjallað um árangur Ragnars og Íslands í þessari frétt frá Bogfimisambandi Íslands:

Fyrstu verðlaun Íslands á EM í víðavangsbogfimi í sögu íþróttarinnar