
Ragnar Smári Jónasson úr BF Boganum í Kópavogi vann alla þrjá Íslandsmeistaratitla U21 og sló fjögur Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 10 ágúst.
Metið sem er mest til tíðinda sem Ragnar sló er Íslandmetið í meistaraflokki trissuboga karla. Með 687 Íslandsmetinu í meistaraflokki sem Ragnar setti gerir það hann að hæst skorandi keppanda (konu eða karli) í sögu íþróttarinnar. En meistaraflokks Íslandsmetið var 683 stig í bæði í karla og í kvenna flokki áður.
Ragnar hafði jafnað Íslandsmetið í Slóveníu á Evrópubikarmóti ungmenna viku fyrir ÍM U21 með skorið 683 þar sem hann sló U21 metið sem var 679 áður, en náði ekki meistaraflokks metinu, þar sem að til þess að slá met þarf að skora a.m.k. einu stigi hærra en núverandi met.
Ragnar Smári slegin út af Suður-Afríku á stærsta Evrópumóti í sögu íþróttarinnar
Ragnar sló þrjú önnur Íslandsmet á mótinu, U21 metið að sjálfsögðu sem var 683, U21 metið fyrir útsláttarleik og félagsliða Íslandsmetið. Sérstaklega vel af sér vikið hjá Ragnari. En aftur að ÍM ungmenna.
Ragnar vann gull úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitil karla U21 mjög örugglega 144-103 og tók titilinn og sló Íslandmetið í útsláttarleik U21 sem var áður 142 stig.
Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni var þó mun jafnari. En þar kepptust Ragnar og Þórdís Unnur Bjarkadóttir um titilinn. Ragnar byrjaði leikinn á eins stigs forystu eftir fyrstu umferð 28-27 og jók forskotið um 1 stig í næstu umferð 26-25. Þórdís náði einu stigi til baka í þriðju umferð 27-28 og þau jöfnuðu fjórðu umferð 27-27 staðan því 108-107 fyrir Ragnari og aðeins ein umferð eftir. Ragnar skaut 27 á móti 24 frá Þórdísi og tók því sigurinn og titilinn 135-131. Mögulegt er að horfa á leikinn á streymi frá mótinu á Archery TV Iceland.
Ragnar og Þórdís stóðu sig svo glæsilega í keppni um Íslandsmeistaratitil félagsliða U21. Þau voru með hæsta skor í undankeppni og nýtt Íslandsmet félagsliða í greininni 1348 stig. Þau unnu einnig útsláttarleikina mjög örugglega með endanlegum sigri í gull úrslitum 150-130 og tóku titilinn.
Samantekt af helsta árangri á mótinu:
- Íslandsmeistari trissubogi U21 karla – Ragnar Smári Jónasson BFB
- Íslandsmeistari trissubogi U21 (óháð kyni) – Ragnar Smári Jónasson BFB
- Íslandsmeistari trissubogi U21 lið – BF Boginn
- Ragnar Smári Jónasson
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Íslandsmet – Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla meistaraflokkur – 687 stig (metið var áður 683 stig)
- Íslandsmet – Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – 687 stig (metið var áður 683 stig)
- Íslandsmet – Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – 144 stig (metið var áður 142 stig)
- Íslandsmet – BF Boginn – Trissubogi U21 lið – 1348 stig (metið var áður 1215 stig)
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Ragnar Smári Jónasson
Ragnar var einnig dómari á ÍM U16/U18 sem haldið var deginum á undan.
Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina