Patrek Hall Einarsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með góðu gengi.
Patrek tók gullið á Íslandsmóti ungmenna í langboga U18 flokki karla og í langboga U18 flokki óháð kyni. Á NM ungmenna vann Patrek Norðurlandameistaratitilinn í langboga U18 flokki ásamt því að bæta Norðurlandametið í flokknum sem Patrek átti sjálfur frá árinu 2023 þar sem hann var einnig Norðurlandameistari í flokknum. Í liðakeppni á NM ungmenna hreppti Patrek silfrið ásamt liðsfélögum sínum eftir 6-2 tap gegn Danmörku.
Samantekt af niðurstöðum Patreks á ÍMU og NUM:
- Norðurlandameistari langboga karla U18 einstaklingskeppni á NUM
- Norðurlandamet langbogi karla U18 488 stig. Metið var áður 414 (met sem Patrek átti frá NUM 2023)
- Silfur langboga U18 liðakeppni á NM ungmenna
- Íslandsmeistari langbogi U18 karla á ÍMU
- Íslandsmeistari langbogi U18 Unisex á ÍMU
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet