Patrek Hall Einarsson Norðurlandameistari í langboga og setti Norðurlandamet

Patrek Hall Einarsson tók gullið og því einnig Norðurlandatitilinn í langboga U18 karla á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí).

Patrek setti einnig Norðurlandamet í langboga karla U18 með 414 stig og vann silfur í liðakeppni á mótinu. Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Patrek sem er í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-SGbMWFq/A

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023