Einn keppandi er núna að keppa fyrir hönd Íslands á Para Archery European Cup í Tékklandi, Þorsteinn Halldórsson.
Úrslit á mótinu er hægt að finna hér http://ianseo.net/Details.php?toId=2308
Þorsteinn endaði í 28 sæti í undakeppninni
28 | HALLDORSSON Thorsteinn | ISL | Iceland | 319 | 27 | 320 | 28 | 639 | 18 | 4 |
http://ianseo.net/TourData/2017/2308/IQCMO.php
Það voru 33 að keppa á mótinu og því sat Þorsteinn hjá í fyrsta útslætti sem var á milli 32 og 33 sætis.
Í útsláttarkeppninni var fyrsti útsláttur Steina á móti Stewart Bradley frá Bretlandi með skorið 686.
5 | STEWART Bradley | GBR | Great Britain | 340 | 9 | 346 | 4 | 686 | 40 | 13 |
Þorsteinn tapaði útslættinum en ekki munaði miklu á því að hann hefði unnið. Staðan eftir 15 örva útsláttinn var jöfn 138-138 og því þurfti að skjóta einni ör til að ákvarða sigurvegarann. Sá sem var með örina nær miðju skotskífunar sigrar. Þorsteinn skaut 9 og Bradley skaut 10. Þorsteinn tapaði og endaði því í 17.sæti á mótinu.
Myndir af mótinu er hægt að finna á http://www.archeryeurope.org/index.php/photo-gallery/category/259-nove-mesto-2017
Fréttir og upplýsingar http://www.archeryeurope.org/index.php/news/688-para-archery-cup-starting-in-nove-mesto
Þorsteinn hefur einnig verið valinn af ÍF til að fá styrk til að fara á Heimsmeistarmót Fatlaðra í Peking í Kína.
Beijing 2017 | 12.09.17 / 17.09.17 |
Sjá grein frá ÍF vegna þess hér http://www.ifsport.is/read/2017-06-28/sex-islenskir-keppendur-a-hm-thetta-arid/
Hægt verður að fylgjast með því móti á Worldarchery.org