
Það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá íþróttastjóra BFSÍ á þessu ári að tryggja að keppendur komist til keppni í landsliðsverkefni ársins. Eins ótrúlegt og óvenjulegt og það er þá er engin ferð í landsliðsverkefni á árinu hefur verið algerlega án vandræða.
Það er ekki hægt að rekja það á neitt annað en hreina óheppni. Öll vandamálin, aflýsingar og annað sem komið hafa upp á þessu ári hafa verið með mismunandi flugfélögum á leið á mismunandi staði og af mismunandi ástæðum.
EM innandyra Tyrkland: Turkish Airlines: Öllum flugum tveim dögum fyrir flug Íslenska hópsins heim hafði verið aflýst vegna snjóstorms. En flug Íslenska hópsins gekk sem betur fer upp. En Turkish bókaði töskurnar ekki alla leið heim (þrátt fyrir að það stæði á miðanum) af því að enginn á flugvellinum í Samsun talaði Ensku og því þurfti að sækja töskur og innrita sig aftur í Danmörku. Til viðbótar við það þá týndi einn keppandinn vegabréfinu sínu á leið á flugvöllinn, íþróttastjóri varð eftir með honum og sendi hópinn í check-in í flugið, vegabréfið fannst á hótelinu en kom of seint á flugvöllinn til þess að mögulegt væri að fara með Íslenska hópnum og því þurfti að endurbóka þá í flug heim, en öll flug næstu daga voru full þar sem verið var að troða öllum þeim sem áttu aflýst flug á dögunum á undan út af snjóstorminum í flugin frá Samsun. Eina flugið sem fannst innan viku var business class flug með 18 tíma millilendingu í Þýskalandi… En allir komust heim.
Evrópubikarmót Búlgaría Maí: Austrian Airlines: Flugi út var aflýst þar sem að ekki náðist að lenda flugvélinni í Keflavík vegna veðurs (of mikill vindur) eftir að flugmenn höfðu gert hámarks magn tilrauna sem þeir gátu m.v. eldsneyti. Þeir flugu því beint til Egilstaða tóku eldsneyti og flugu svo aftur til Austurríkis. Hópurinn var endurbókaður í flug daginn eftir með Austrian Air og Íslendingarnir voru keyrðir til Reykjavíkur til að gista á Cabin hótel eina nótt að bíða eftir fluginu. Austrian stóð sig mjög vel í þessu ferli.
Norðurlandameistaramót ungmenna Svíþjóð: SAS (Scandinavia Airlines): Stærsti flug hópurinn á leið á NUM (Boginn og SkotÍs). Fluginu þeirra út með SAS var aflýst af tæknilegum ástæðum. Hópur var endurbókaður í flug sem voru degi seinna, sem dugði ekki, því þurfti að endurbóka hópinn í flug sem voru fyrr um daginn sem upprunalega flugið var út með SAS, með langri bið í Kaupmannahöfn.
Evrópubikarmót meistaraflokkur Holland: Play airlines: Flugi heim til Íslands var aflýst af óþekktum ástæðum. Hópurinn þurfti að gista auka nótt úti á flugvallarhóteli og vildu helst að flugin yrðu endurbókuð með Icelandair frekar en að reyna aftur á Play, af því að þeim þótti það öruggara. Play miðarnir voru endurgreiddir og þau komu heim í Icelandair flugi degi seinna.
Evrópubikarmót ungmenna Slóvenía Ágúst: Croatian Airlines: Taska eins keppanda var send til Afríku, og var svo að ping-ponga á milli flugvalla í Evrópu í 4 daga áður en hún kom á mótið. (Sem betur fer ekki bogataska keppanda, þannig að þetta var meira fyndið heldur en mikið vandamál fyrir keppni)
HM ungmenna Canada: Air Canada: Flugi aflýst vegna verkfalls flugfreyja degi fyrir flugið til Kanada (í dag). Air Canada bauð hópnum fyrst að endurbóka 21 ágúst eftir að HM er lokið, og bauð svo að endurbóka og lenda deginum eftir undankeppni HM… sem virkar að sjálfsögðu hvorugt á neinn veg 😂, þannig að það þurfti að fá miðana endurgreidda og bóka ný flug með mjög stuttum fyrirvara með WestJet. Svo sjáum við til hvort að okkar fólk kemst til Kanada í fyrramálið.
Vonum að það verði ekkert vandamál með flugin á tvö landsliðsverkefnin utandyra sem eftir eru á árinu:
HM í Suður Kóreu: LOT Polish airlines og annar með KLM Dutch Airlines/Korean Air
EM í víðvangsbogfimi: LOT/Lufthansa/Air dolomiti
BFSÍ líklega komið með nánast með fullt hús flugfélaga sem fljúga til Íslands sem komið hafa upp vandamál tengt á þessu ári. Á venjulegu ári kemur kannski upp að töskur tefjist einu sinni um 1 dag á einhverju móti og kannski eitt flug sem breytist eitthvað smá eða er fellt niður. En ekkert í líkingu við það sem er búið að gerast á þessu ári. Þannig að íþróttastjóri BFSÍ er búinn að hafa nóg að gera á þessu ári af stressandi tilfellum, sem betur fer er hann vel skipulagður með mörg backup plön og hefur alltaf náð að redda öllu þannig að allir komist tímanlega á leiðarenda.
Það geta komið upp tilfelli hjá öllum flugfélögum sem orsaka truflun í ferð, en það er almennt sjaldgæft, sérstaklega hjá megin flugfélögum landa. En gaman er að geta þess að Icelandair er eina flugfélagið á árinu sem hefur í öllum tilfellum (sem var flogið með þeim) verið algerlega án vandræða á árinu og til fyrirmyndar. Við getum verið stollt og okkar heimaflugfélagi og reynum að nota það sem mest.
BFSÍ hefur eftir bestu getu reynt að taka óvænta kostnaðinn við endurbókanir og aðrar ferðaraskanir á sig, svo að keppendur þurfi ekki að bera hann. Sem betur fer batnaði fjárhagsstaða BFSÍ töluvert á þessu ári þar sem sambandið fékk mun hærri styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ en nokkuð annað ár, sem gerði mögulegt að bjarga flestum af þeim málum sem komu upp án mikils auka kostnaðar fyrir keppendur. En það er mjög ljóst að plan BFSÍ um að byggja upp varasjóð til að geta betur tekið á sveiflum í fjárflæði yfir árið og óvæntum atvikum sem var kynnt í síðustu fjárhagsáætlun er algerlega nauðsynlegt.
Við vonum að okkar keppendur komist á sína staði á árinu og nái sem bestum árangri og að öllum ferða vandræðum á þessu gífurlega óvenjulega ferðaári 2025 sé lokið 😆
Þrír keppendur eru á leið á HM ungmenna í Kanada núna með Gumma. Vonum að nýja bókunin þeirra skili þeim til Kanada:
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi kvenna U18
- Ragnar Smári Jónasson – Trissubogi karla U21
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Trissubogi kvenna U21
Mögulegt er að fylgjast með niðurstöðum HM hér:
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=24077
Áfram Ísland!!! (Köllum við á flugvélarnar í von um að þær hlusti og taki okkur alla leið til Kanada og heim 😂)