Oliver Ormar Ingvarsson í Bogfimifélaginu Boganum tók titilinn í sveigboga U21 á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Í gull úrslitum keppti Oliver á móti Íslandsmeistaranum innandyra Degi Erni Fannarssyni úr sama félagi. Þar vann Oliver örugglega í 3 lotum 6-0
Dagur og Oliver hafa verið að skiptast á titlum og Íslandsmetum, Oliver tók U21 innandyra, Dagur tók opinn flokk innandyra og Oliver tók þennan titil.
Oliver sló einnig 2 Íslandsmet á mótinu. Í tvíliðaleik sveigboga U21 með Rakel Arnþórsdóttir og í liðakeppni U21 með Degi Erni Fannarssyni og Georg Rúnar Elfarssyni sem tóku silfur og brons í U21 einstaklingskeppni.
Oliver skoraði 534 í undankeppni en markmið hans á mótinu var að taka U21 Íslandsmetið utandyra. En hann var 2 stigum frá því að gera það á Stóra Núps mótinu 2 vikum fyrir Íslandsmót Ungmenna.
Oliver og Dagur sáu einnig um streymið á mótinu og þurfti að leysa þá af í sínum störfum svo að þeir hefðu tíma til þess að keppa um gullið. Því má segja að þeir hafi verið lykilmenn á mótinu, ekki bara í sínum bogaflokki heldur á mótinu í heild sinni.
Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmóti ungmenna og hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslita leik Rakelar og Valgerðar. Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net