Á sunnudaginn síðasta (4 október) í Bogfimisetrinu sló Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í BF Boganum Íslandsmetið í öldungaflokki kvenna innandyra með GÍFURLEGUM MUN. Rétt í þessu var verið að staðfesta metið og líklegt að það verði komið inn á vefsíðu Bogfimisambands Íslands innan skamms https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/
Metið átti Sveinbjörg sjálf frá því á IceCup á þessu ári, en það var 537 stig og Sveinbjörg skoraði 550 stig af 600 mögulegum á IceCup í október, sem er mjög stórt hopp í skori á Íslandsmeti. Til samanburðar er Evrópumetið í trissuboga kvenna öldunga 585 stig.
Þessu náði Sveinbjörg þrátt fyrir búnaðarbilun sem gerðist í síðustu umferð mótsins. Þar brotnaði blaðið í örvasætinu hjá henni. En hún fékk tíma til þess að gera við bilunina og skjóta þeim örvum sem hún átti eftir í samræmi við reglur WA/BFSÍ.
Sveinbjörg er ein af iðnustu iðkendum og indælustu keppendum okkar í bogfimi íþróttinni. Hún hefur alltaf gífurlega jákvætt viðhorf sem er til fyrirmyndar, veitir gífurlega hvatningu og stuðning fyrir alla aðra sem stunda íþróttina. Það er andleg næring að umgangast hana. “Fyrirmyndar öðlingur” var lýsing sem okkur barst frá formanni eins íþróttafélags, og vel vert að nefna það jákvæða .😁
3 dögum eftir mótið tóku gildi hertari kröfur tengdar Covid-19 ástands á höfuðborgarsvæðinu og því óvíst hvort að Sveinbjörg nái að hækka Íslandsmetið hærra á þessu ári https://bogfimi.is/covid-19/