Notaðu tímann, haltu þig heima og lærðu að vera bogfimidómari

Ertu 16 ára eða eldri og vantar eitthvað að gera? Dómarapróf BFSÍ er opið öllum sem vilja taka það. Viltu hjálpa til við að gera bogfimi stærri og bogfimimót flottari. Taktu prófið.

Hér er hægt að taka dómaraprófið https://bogfimi.is/domaraprof/

Hér er hægt að læra meira um dómgæslu https://bogfimi.is/domaranamskeid/

Hér er hægt að finna lista yfir dómara með virk réttindi á Íslandi https://bogfimi.is/log-og-reglur/

Það er markmið að halda dómaranámskeið á þessu ári. En miðað við ástandið verður því mögulega frestað og BFSÍ mun þá bjóða upp á fjarnámskeið eða slíkt. Það er hvorki skylda né nauðsynlegt að sitja dómaranámskeið til þess að taka dómaraprófið, allar upplýsingarnar eru í reglunum ; )

Upplýsingar um reglubækur heimssambandsins WA.

Besta leiðin til að læra dómgæslu er að læra reglurnar. Reglur BFSÍ (Bogfimisamband Íslands) og WA (WorldArchery) gilda á mótum á Íslandi. https://worldarchery.org/rulebook og https://bogfimi.is/log-og-reglur/

Besta leiðin til að læra reglurnar og geta flett þeim upp auðveldlega er að læra hvernig reglubækurnar eru settar upp svo að auðvelt sé að fletta upp í þeim. Við mælum ekki með að nota leitina þar sem hún virkar ekki vel og vísar oft í ranga reglu (t.d. reglu fyrir víðavangsbogfimi sem gildir ekki í markbogfimi)

Bók 1: Óþarfi fyrir dómara. Bók 1 eru í raun lög sambandsins og kemur dómgæslu ekkert við. Ef þig langar að vita hvort að framkvæmdarstjóri heimssambandsins má skrifa undir samning eða hvernig atkvæði dreifasst á bogfimiheimsþingi þá leitarðu í bók 1 🙂

Bók 2: Kafli 7 er mikilvægur fyrir dómara á Íslandi að þekkja. Sá kafli tengist uppsetningu bogfimivallar í markbogfimi. Það er gott að lesa yfir reglubók 2 við tækifæri en mest af því á ekki við um Íslenskar aðstæður fyrir dómara á Íslandi.

Bók 3: Er mjög mikilvæg fyrir dómara að þekkja vel og leggja helstu reglur á minnið. Reglubók 3 er um markbogfimi og inniheldur allt sem tengist markbogfimi. Hvernig skor eru tekin, hvaða búnað má nota, hve mikill tími er gefinn til að skjóta örvum og svo framvegis.

Bók 4: Fjallar um víðavangsbogfimi sem er ekki byrjað að stunda á Íslandi og því ekki eitthvað sem dómarar þurfa að lesa yfir nema þeir vilji það.

Bók 5: Inniheldur aðrar umferðir og tegundir af bogfimi. Eitthvað sem er þess virði að glugga í sem dómari en ekki eitthvað sem dómari þarf að kunna til að sinna dómarastörfum á Íslandi. Ef þig langar að vita hvernig hlaupa bogfimi virkar eða skíðabogfimi, eða hverjar reglurnar eru fyrir óhefðbundna fjarlægð eins og 25 metra innandyra þá finnurðu svarið í reglubók 5.

Bók 6: Fjallar um lyfjamál sem er eitthvað sem dómara þurfa ekki að vita um til að sinna sínum störfum sem dómarar.

Einnig er gott að lesa yfir dómarahandbókina til að læra helstu ferli og hegðun sem dómari á að tileinka sér.

Til að læra hvernig skorun örva virkar er gott að horfa á þetta video og hafa í huga 5 skrefin.

  1. Leysa margar skotskífur ef það eru margar skotskífur.
  2. Skrifa örvagildin í röð.
  3. Hringa utan um lægstu örvagildi.
  4. Skrifa skorið inn á skorblaðið
  5. Veita refsingar ef einhverjar eru.

Þessar upplýsingar ættu að koma þér af stað að taka fyrstu skrefin og mun spara þér gífurlegann tíma í að læra dómgæslu.