Evrópumeistaramót innandyra er núna í gangi í Lasko í Slóveníu. Stór hópur Íslenskra keppenda er að keppa á mótinu og gengið hefur verið ágætt.
Í einstaklingskeppni var Nóam í 28 sæti í undankeppni trissuboga karla U21 með skorið 541 og endaði því á móti Tore Bjarnarson frá Danmörku sem var í 5 sæti í undankeppni. Í útsláttarkeppni vann Tore gegn Nóam 147-138 og er Nóam því dottinn út af EM í einstaklings keppni og endaði í 17 sæti í lokaniðurstöðum.
Í trissuboga liðakeppni U21 á fimmtudaginn mun Nóam ásamt liðsfélögum sínum keppa á móti Danmörku í 8 liða úrslitum. Það verður erfiður leikur þar sem Danska liðið var með hæsta skorið á EM og Mathias Fullerton í Danska liðinu er í öðru sæti á heimslista fullorðinna (semsagt annar besti í heimi óháð aldri), hann vann silfur á EM utandyra fullorðinna og silfur á HM ungmenna. Danmörk hefur lengi verið mjög sterkir í trissuboga flokkum í bogfimi í heiminum.
Nóam er úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í ÍBH.
Starfsfólk mótsins fannst Nóam svo sætur að þeim langaði að borða hann.