Nanna Líf í 17 sæti á NM ungmenna í Svíþjóð

Nanna Líf Gautadóttir Presburg í Íþróttafélginu Akri á Akureyri endaði í 17 sæti í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Nanna var í 22 sæti í undankeppni mótsins í sveigboga U18 kvenna og mætti í 32 manna úrslitum Alexa Wikstrom frá Svíþjóð. Þar sló sú Sænska Nönnu út 6-0 og Nanna endaði því í 17 sæti NUM 2025

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Nanna Líf Gautadóttir Presburg – 17 sæti – sveigboga U18 kvenna – ÍFA

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons