Þeir Kristján Guðni Sigurðsson úr Skotfélagi Ísafjarðar og Ásgeir Ingi Unnsteinsson í UMF Eflingu völtuðu yfir Íslandsmetin í U21 og 50+ með yfirburðum á Íslandsmóti ungmenna og öldunga í bogfimi í dag.
Ásgeir sló 506 stiga metið sem var nýlega sett á Norðurlandameistarmótinu með skorið 567 stig á 70 metrum. Sem var einnig hæsta skorið í sveigboga á mótinu á öllum fjarlægðum. Ásgeir vann einnig gullið í útsláttarkeppni á móti Oliver Ingvarssyni. Oliver sá einnig um livestream á mótinu sem er hægt að finna hér.
Kristján sló 50+ metið 466 stig með skorið 534 sem er gífurlegt hopp í skori. Dóttir hans Lilja Dís úr SF Ísafirði gerði slíkt hið sama og bætti 248 stiga metið í U18 sveigboga kvenna með skorinu 286 á Íslandsmótinu. Kristján tapaði samt gull medalíuni í útslætti á mót Alberti Ólafssyni, Kristján sagði “Þetta mun ég aldrei fyrirgefa mér” þar sem hann var talinn vænlegastur til vinnings í upphafi útsláttarkeppninnar.
Sigríður Sigurðardóttir í Hróa Hetti í Hafnarfirði setti einnig met í 50+ sveigboga kvenna með skorið 554. Í gull medalíu keppni 50+ kvenna náði Guðný Gréta gullinu af Sigríði sem var talin sigurstranglegri.
Einnig voru sett nokkur liðamet í sveigboga og við viljum minna keppendurnar á að tilkynna metin á bogfimi.is