Þó nokkrir Íslenskir bogamenn hafa sýnt áhuga á því að fara á 1 hlek Heimsbikarmótaraðarinnar sem er haldin í Marrakesh í Marokkó í Afríku og gætu orðið allt að 20 manns að keppa þar fyrir Ísland.
Þáttaka Íslendinga á mótinu gæti verið það mikil að við verðum stærsta þjóðin í þáttöku á því móti, á eftir Marokkó heima þjóðinni.
Fyrsta mótið í heimsbikarmótaröðinni verður haldið í 4 sinn í Marrakech 26-27 nóvember 2016, með opnum æfingardegi 25 nóvember.
Skorin af fyrri mótum í Marrakech er hægt að finna hér neðst á síðuni og á WorldArchery.org.
Ísland hefur áður sent stóran hóp til Marokkó að keppa og fengum nokkrar fréttagreinar um það hjá Worldarchery þar sem Ísland hafði þá ekki verið að taka mikið þátt í erlendum stórmótum og við náðum nokkuð góðum árangri líka, meðal annars því að Helga Kolbrún komst í medalíu útslátt og var næstum búin að vinna fyrstu medalíuna fyrir Ísland á erlendu stórmóti (sjá video-ið fyrir neðan)
Þetta mót er einstök upplifun og við mælum með því að fólk sem er að fara í fyrsta skipti út að keppa á alþjóðlegumóti í bogfimi byrji á þessu móti, þar sem það er fólk úr öllum gæðaflokkum að keppa og þetta er passlega stórt mót til að byrja á, sem dæmi 2013 var lægsta skorið í sveigboga karla 19 stig og hæsta skorið var 591 af 600 mögulegum.
Ef þú treystir þér ekki til að bóka sjálfur flug, gistingu og fluttning á mótið þá er hægt að láta Astrid Daxböck um það, hún tekur 8.000.kr fyrir sinn snúð að bóka og slíkt og þú þarft ekkert að vita :), þú borgar svo bara kostnaðinn við ferðina astrid@archery.is
Heildarkostnaðurinn er ekki orðinn ljós enþá þar sem langt er í mótið en það má gera ráð fyrir því að það kosti á milli 95-120.þúsund krónur með hóteli, morgun, hádegis og kvöldmat, fluttningi á og af keppnisvellinum, flugi og keppnisgjöldum. Við myndum þá líklega fljúga út á fimmtudeginum 24.nóv og fljúga heim 28.nóv, semsagt löng helgarferð 🙂
Frétta greinar frá Worldarchery.org
http://worldarchery.org/news/133621/marrakesh-2015-10-things-you-need-know
http://worldarchery.org/news/102240/ten-archers-watch-marrakesh-indoor-world-cup-stage-one
Hér fyrir neðan eru PDF skjöl með skorum úr fyrri heimsbikarmótum í Marrakech. Útkomuna úr undankeppninni er hægt að sjá neðst í skjölunum.