Marín í 8 sæti á Evrópubikarmótinu í Amsterdam

Marín Aníta Hilmarsdóttir endaði í 8 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti – EB (European Grand Prix – EGP) í meistaraflokki í Amsterdam Niðurlöndum 21-26 júlí.

Í einstaklingskeppni var Marín í 34 sæti í undankeppni mótsins en Marín stóð sig gífurlega vel í útsláttarkeppni mótsins.

Í fyrsta útsláttarleik Evrópubikarmótsins enduðu á móti hver annarri tvær hæstu stelpurnar okkar Marín og Valgerður. Óheppilegt þar sem að aðeins ein gat unnið og haldið áfram, en þær eru vel kunnugar hver annarri þar sem þær eru alltaf að keppa á móti hver annarri á Íslandi og mjög jafnt er á milli þeirra. En hér tók Marín sigurinn og sló Valgerði út 6-2 og hélt því áfram í 32 manna útslætti. Valgerður endaði því í 33 sæti.

Í 32 manna útsláttarleikjum keppti Marín á móti Anastasia Pavlova frá Úkraínu. Sú Úkraínska byrjaði sterk og vann fyrstu 2 loturnar og staðan 4-0. Stelpurnar jöfnuð síðustu lotuna og staðan 5-1 og Marín varð að vinna síðustu tvær loturnar til þess að jafna leikinn og knýja fram bráðabana. Marín náði lotu 4 með einu stigi 28-27 og staðan í leiknum 5-3 og ein lota eftir. Þar náði Marín aftur sigrinum með einu stigi 27-26 og jafnaði leikinn 5-5. Því þurfti bráðabana, ein ör, hærri skorið vinnur. Báðar stelpurnar skutu fullkomin 10 stig. Því þurfti að mæla hvor þeirra væri nær miðju og það var Marín með betri 10. Marín tók því sigurinn og hélt í 16 manna úrslit Evrópubikarmótsins.

Í 16 manna úrslitum mætti Marín Hollendingnum Laura Van Der Winkel (sem býr í bænum Best í Hollandi). Leikurinn var mjög jafn. Laura tók fyrstu lotuna með einu stigi 28-27, og lotu 2 aftur með einu stigi 27-26. Marín tók þriðju lotuna með 2 stigum 19-17 og staðan 4-2. En Laura tók sigurinn í síðustu lotunni 28-24 og sló Marín út af Evrópubikarmótinu. Marín endaði því í 9 sæti Evrópubikarmótins.

Marín náði einnig hæsta lokasæti í einstaklingskeppni sem Íslendingur hefur náð á Evrópubikarmeistaramóti í sveigboga meistaraflokki og endaði í 9 sæti. Besta niðurstaða hingað til var 17 sæti í sveigboga kvenna (fyrst Astrid 2017 og 33 sæti í sveigboga karla (fyrst Gummi 2017).

Í liðakeppni voru Marín ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, Astridi og Valgerði, í 8 sæti í undankeppni EB á nýju Íslandsmeti 1579 stig, metið var 1549 stig áður. Í útsláttarleikjum voru stelpurnar slegnar út af liði Þýskalands (sem vann m.a. brons á ÓL í Tókyó) í 8 liða úrslitum 6-0 og stelpurnar okkar enduðu því í 8 sæti á Evrópubikarmótinu.

Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Besti árangur Íslands í nokkrum greinum á Evrópubikarmótinu í Amsterdam