Marín Aníta Hilmarsdóttir í BF Boganum í Kópavogi var valin sveigbogakona ársins 2025 af Bogfimisambandi Íslands.
Marín átti enn annað frábært ár. Íslandsmeistari innandyra, Íslandsmeistari utandyra og Bikarmeistari BFSÍ allt í meistaraflokki einstaklingskeppni. Ásamt því að vinna bæði Íslandsmeistaratitilinn innandyra og utandyra í félagsliðakeppni.
Marín var fyrsti Íslendingur í sögu íþróttarinnar til þess að koma í topp 16 úrslit á Evrópubikarmóti í meistaraflokki sveigboga kvenna, þar sem hún endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni, og endaði einnig í 8 sæti í liðakeppni. Marín endaði einnig í 17 sæti í einstaklingskeppni og 5 sæti í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í Tyrklandi.
Þetta er í sjötta árið í röð sem Marín er valin sveigbogakona ársins af BFSÍ, en hún hefur hlotið viðurkenninguna öll árin frá því að hún var veitt fyrst árið 2020. Það setur einnig lengstu sigurröð slíkra viðurkenninga í íþróttinni. Marín er 21 árs gömul.
Ýmis tölfræði:
- Íslandsmeistaratitlar 2025
- Íslandsmeistari Meistara Einstaklinga Óháður kyni Sveigboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Marín Aníta Hilmarsdóttir
- Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Sveigboga Innandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Marín Aníta Hilmarsdóttir Valgerður E. Hjaltested Ragnar Þór Hafsteinsson
- Bikarmeistari Meistara Einstaklinga Óháður kyni Sveigboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Marín Aníta Hilmarsdóttir
- Íslandsmeistari Meistara Einstaklinga Óháður kyni Sveigboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Marín Aníta Hilmarsdóttir
- Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Sveigboga Utandyra Boginn Kópavogur (UMSK) Marín Aníta Hilmarsdóttir Valgerður E. Hjaltested Ragnar Þór Hafsteinsson
- Met 2025
- Landsliðsmet Valgerður E. Hjaltested Marín Aníta Hilmarsdóttir Astrid Daxböck Landsliðsmet – Ísland – BFSÍ Meistaraflokkur Sveigbogi Kvenna W Innandyra Undankeppni Liðamet 1549 European Indoor Championships Samsun (TUR) 17-23 Feb 2025
- Niðurstöður í landsliðsverkefnum 2025
- European Indoor Championships Samsun Turkey Recurve Women Meistarafl. Teams Recurve Women Team 5 HILMARSDOTTIR Marin Anita
- European Grand Prix Arnhem Netherlands Recurve Women Meistarafl. Teams Recurve Women Team 8 HILMARSDOTTIR Marin Anita
- European Grand Prix Arnhem Netherlands Recurve Women Meistarafl. Individual Recurve Women 9 HILMARSDOTTIR Marin Anita
- European Indoor Championships Samsun Turkey Recurve Women Meistarafl. Individual Recurve Women 17 HILMARSDOTTIR Marin Anita
- World Outdoor Championships Gwangju South Korea Recurve Women Meistarafl. Teams Recurve Women Team 31 HILMARSDOTTIR Marin Anita
- World Outdoor Championships Gwangju South Korea Recurve Women Meistarafl. Individual Recurve Women 111 HILMARSDOTTIR Marin Anita
Öllum mótum á tímabilinu sem hafa áhrif á valið er lokið og því mögulegt að birta fréttina fyrr.
Ýmsar fréttir af Marín á árínu:
Marín Aníta með þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð á ÍM25 um helgina
Marín Aníta lét karlana ekki stoppa sig og tók Íslandsmeistara titilinn óháð kyni í þriðja sinn