
Marín Aníta Hilmarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni í þriðja sinn á Íslandsmeistaramóti innandyra í sveigboga (ÍM-I-S) 23 mars. Marín vann einnig þriðja Íslandsmeistaratitilinn sinn í röð í félagsliðakeppni með BF Boganum í Kópavogi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Marín Aníta vann titilinn óháð kyni innandyra, en hún hefur unnið alla utandyra titlana óháð kyni frá því að hann var veittur fyrst árið 2023. Í öðrum orðum hefur Marín unnið 3 af 5 Íslandsmeistaratitlum óháð kyni (þar sem allir keppa, konur, karla og kynsegin). Innandyra 2023 var hún slegin út í undanúrslitum af karli og 2024 tapaði hún titlinum í síðustu lotu úrslitaleiksins gegn karli. En engir karlar sem náðu að stoppa hana 2025, og það var ekki skortur á því að þeir reyndu það í leikjunum.
Á Íslandsmeistaramótinu innandyra um helgina í keppni um titilinn óháð kyni vann Marín örugglega í 16 manna úrslitum 6-0 og 8 manna úrslitum 7-1. En í undanúrslitum mætti Marín liðsfélaga sínum Ragnari Þór Hafsteinssyni í gífurlega jöfnum leik
- Lota 1: Marín 28-26 Ragnar. Staðan 2-0
- Lota 2: Marín 19-28 Ragnar. Staðan 2-2 (Marín fékk krampa í hendina og skaut ekki einni örinni, en kom ekki að sök þar sem að lotu kerfið gildir í sveigboga)
- Lota 3: Marín 26-28 Ragnar. Staðan 2-4
- Lota 4: Marín 27-24 Ragnar. Staðan 4.4
- Lota 5: Marín 26-26 Ragnar. Staðan 5-5 jafntefli
Þar sem undanúrslita leikurinn endaði í jafntefli 5-5 þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara leiksins og hvort þeirra myndi keppa um gullið. Marín og Ragnar skutu bæði fullkomið skor í bráðabananum (10 stig) en ör Marínar var nær miðju og hún tók því sigurinn og tryggði sér sæti í gull úrslitaleiknum um titilinn óháð kyni.
Í gull úrslitaleiknum óháð kyni mættust Marín og Ari Emin Björk úr ÍF Akur Akureyri í gífurlega jöfnum leik. Marín tók fyrstu tvær loturnar og 4-0 forystu, Ari tók næstu tvær lotur og jafnaði, staðan 4-4. Í síðustu lotunni jöfnuðu þau lotuna 28-28 og leikurinn endaði því í 5-5 jafntefli.
Marín þurfti því aftur að skjóta bráðabana, en núna til þess að ákvarða hvort þeirra tæki gullið og Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni í úrslitaleiknum. Ari skaut 7 og Marín skaut 9, Marín vann því bráðabanann og tók Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni.
Í félagsliðakeppni unnu Marín og Ragnar, ásamt liðsfélaga þeirra Valgerði E. Hjaltested í BF Boganum, Íslandsmeistaratitil félagsliða innandyra annað árið í röð. Úrslitaleikurinn var gegn Akureyringum í ÍF Akri þar sem að lið Marínar tók nokkuð öruggann sigur 5-1 og tóku Íslandsmeistaratitil félagsliða 2025.
Í keppni um sveigboga kvenna titilinn var Marín í topp tveim í skori í undankeppni og sat því hjá í 16 manna úrslitum. Marín vann leikinn sinn örugglega í 8 manna úrslitum 6-0 og endurtók það svo í undanúrslitum með 6-0 sigri. Marín mætti því Valgerði Hjaltested (hverjum hefði dottið það í hug) í gull úrslitaleik kvenna á Íslandsmeistaramótinu um helgina. Gull úrslitaleikurinn á milli Marínar og Völu var mjög jafn og spennandi.
- Lota 1: Marín 27-28 Vala. Staðan 0-2
- Lota 2: Marín 28-27 Vala. Staðan 2-2
- Lota 3: Marín 27-26 Vala. Staðan 4-2
- Lota 4: Marín 26-28 Vala. Staðan 4.4
Stelpurnar jafnar á leið í fimmtu og síðustu lotu leiksins um titilinn. En þar tók Vala tók ótrúlega lotu með fullkomnu skor 30 stig á móti 26 stigum frá Marín. Vala tók því sigurinn um titilinn í kvenna og Marín tók silfrið.
Það er oft lítið sem sker úr um hver sigurvegari leikjana verður á Íslandsmótum í meistaraflokki. Samkeppnin í sveigboga er gífurleg og jöfn á efstu stigum íþróttarinnar.
Marín á lengstu sigurröð Íslandsmeistaratitla sveigboga kvenna með 5 titla í röð, en með sigri Völu á ÍM núna í sveigboga kvenna þá er Vala búin að jafna þá sigurröð með 5 titla. Stelpurnar eru kjarni sveigboga kvenna landsliðsins og kepptu meðal annars um bronsið í sveigboga kvenna á EM 2024.
Samantekt af árangri Marínar á Íslandsmeistaramótinu í sveigboga meistaraflokki:
- Íslandsmeistari óháð kyni (Fyrsta sinn sem Marín vinnur titilinn innandyra, en hún hefur unnið alla titlana óháð kyni utandyra)
- Silfur kvenna
- Íslandsmeistari félagsliðakeppni (annar titilinn í röð innandyra og þriðji titilinn í röð yfirhöfuð)
Mögulegt er að horfa á alla úrslitaleiki ÍM í sveigboga á Archery TV Iceland Youtube rásinni: