
Marín Aníta Hilmarsdóttir varð Íslandsbikarmeistari í sveigboga utandyra í fyrsta sinn á lokamóti Íslandsbikarmótaraðar BFSÍ 2025 sem var haldið laugardaginn 19 júlí síðastliðinn í Þorlákshöfn.
Marín hefur orðið Bikarmeistari tvisvar áður, innandyra 2023 og 2024, en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur titilinn utandyra.
Marín var í þriðja sæti í Bikarmótaröðinni fyrir lokamótið í Þorlákshöfn júlí. Á lokamótinu náði hún góðu skori, var hæst í undankeppni og hoppaði í fyrsta sæti og tók sigurinn með 1106 stig heildarstig, á móti keppandanum í öðru sæti sem var með 1086 stig.
Topp 3 í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ 2025 Sveigbogi:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB 1106 stig
- Valgerður E. Hjaltested BFB 1086 stig
- Ari Emin Björk ÍFA 992 stig
Bikarmótaröð BFSÍ samanstóð af þremur Íslandsbikarmótum 2025:
- Íslandsbikarmót Sauðárkrókur Maí
- Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júní
- Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júlí
Þeir keppendur sem eru með tvö hæstu skor samanlagt úr undankeppni Íslandsbikarmóta tímabilsins hreppta titilinn Íslandsbikarmeistari 2025 í sínum keppnisgreinum.
Bikarmótaröðin er keppni óháð kyni, þar mætast því karlar/konur/kynsegin í keppni um hver sýnir bestu frammistöðu að meðaltali yfir tímabilið.
Marín tapaði lokamótinu í gull úrslitaleiknum í jafntefli og bráðabana með littlum mun og tók því silfrið fyrir lokamótið. Enda mikil samkeppni í hennar flokki um öll verðlaun og alla titla. Marín fær ekkert gefins og vinnur fyrir því öllu.
Sveigbogi Bikarmeistari Innandyra
2025 Valgerður E Hjaltested – BF Boginn – Kópavogur
2024 Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn – Kópavogur
2023 Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn – Kópavogur
Sveigbogi Bikarmeistari Utandyra
2025 Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn – Kópavogur
2024 Astrid Daxböck – BF Boginn – Kópavogur
2023 Valgerður E. Hjaltested – BF Boginn – Kópavogur
Nánari upplýsingar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
Bikarmeistarar utandyra 2025 – Haukur – Helgi – Alfreð – Marín