Marín Aníta Hilmarsdóttir tilnefnd til Íþróttakonu Kópavogs 2021 meðal sex bestu kvenna í Kópavogi óháð íþrótt

Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi er ein af sex konum sem tilnefndar eru til Íþróttakonu Kópavogs 2021.

Kosningu lýkur eftir viku eða 9 janúar næst komandi og allir sem vlija taka þátt í kosninguni hvattir til að gera það sem fyrst.

Rafræna kosningu fyrir íbúa Kópavogs er hægt að finna í þessari frétt á vefsíðu Kópavogsbæjar. Endilega látið þær fréttir berast 😉

https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/ithrottakona-og-ithrottakarl-arsins-2021-kosin-af-ibuum

Einnig er hægt að finna upplýsingar um íþróttafólkið sem tilnefnt er á þeirri vefsíðu og í Kópavogspóstinum 29 desember https://kgp.is/utgefin-blod/kopavogsposturinn/

Vert er að geta að þetta er fyrsta ár sem Marín getur verið tilnefnd til Íþróttakonu Kópavogs þar sem aðeins er valið úr einstaklingum sem eru 17 ára og eldri. En Marín fékk viðurkenningu fyrir 16 ára og yngri flokk frá Kópavogi árið 2020

Við vonum að hún sigri og verði þá besta íþróttakona í Kópavogi 2021 óháð íþróttagrein 😎