Marín Aníta Hilmarsdóttir Norðurlandameistari annað árið í röð og tvöfaldur Íslandsmeistari

Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni, NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí og Evrópumeistaramóti ungmenna 8-14 júlí í Búkarest Rúmeníu. Non stop keppni og Marín náði mjög góðum árangri.

Á Íslandsmóti ungmenna varð Marín Íslandsmeistari í bæði sveigboga kvenna U21 flokki og sveigboga U21 óháð kyni.

Marín var efst í undankeppni NM ungmenna með góðum mun, ásamt því að hún vann titilinn árið 2023. Marín var því talin sigurstranglegust til þess að taka Norðurlandameistaratitil einstaklinga í sínum flokki.

Marín var efst í skori í undankeppni NM ungmenna og sat því hjá þar til í 8 manna úrslita leiki. Marín mætti Inger Margrethe Hansen frá Noregi í 8 manna úrslitum, þar sem Marín vann örugglega 6-0 og hélt því áfram í undanúrslit. Marín mætti Alberte Palm frá Danmörku í undanúrslitum og hélt sigurgöngu sinni áfram og vann örugglega 6-0 og Marín því komin í gull úrslitaleikinn. Marín mætti Jade Helala frá Finnlandi í gull úrslitum og vann þar öruggann sigur í leiknum og Norðurlandameistaratitilinn 6-2.

Í liðakeppni á NUM sat lið Marínar hjá í fyrstu leikjum og fóru beint í 8 liða úrslit. Í 8 liða úrslitum mættu Marín og liðsfélagar hennar liði Danmerkur, úr varð mjög jafn leikur sem endaði í jafntefli, því þurfti bráðabana til þess að ákvarða hvort liðið héldi áfram í undanúrslit. Danmörk vann bráðabanann 21-19 og Marín endaði því í 5 sæti ásamt liðsfélögum sínum í liðakeppni á NM ungmenna.

Á EM ungmenna stóð Marín sig flott og skoraði nægilega hátt í undankeppni til þess að þurfa ekki að sitja hjá í fyrsta leiknum. Í 64 manna leiknum varð Marín svo óheppin og tapaði óvænt leiknum 6-4 og endaði í 33 sæti á EM ungmenna.

Samantekt af niðurstöðum Marínar á ÍMU, NUM og EMU:

  • Norðurlandameistari sveigboga kvenna U21 einstaklingskeppni á NM ungmenna (annað árið í röð)
  • 5 sæti í sveigboga liðakeppni á NM ungmenna
  • Íslandsmeistari sveigboga U21 kvenna á ÍMU
  • Íslandsmeistari sveigboga U21 Unisex á ÍMU
  • 33 sæti sveigboga kvenna U21 á EMU

Þetta var síðasta ár Marínar í U21 flokki og hún gaf flotta frammistöðu á sínu síðasta ári.

Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:

Ísland í 6 sæti á EM ungmenna í hitabylgju í Rúmeníu

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet