Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi BFB vann Íslandsmeistaratitlinn í sveigboga á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi (ÍM24) sem haldið var á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 20-21 júlí. Ásamt því að vinna annan Íslandsmeistaratitil í félagsliðakeppni sveigboga ásamt liðsfélögum sínum, setja Íslandsmet félagsliða og 1 silfur í sveigboga kvenna.
Í keppni um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni var Marín algerlega óstöðvandi. Marín var efst í undankeppni ÍM24, 8 efstu úr undankeppni halda áfram í útslætti. Þar vann Marín 8 manna úrslitin gegn Nönnu frá Akureyri 6-0, vann undanúrslitin gegn Georg frá Akureyri 6-0 og vann svo gull úrslitaleikinn gegn liðsfélaga sínum Ragnari 6-0!!! Fullkomin keppni með hreint borð þar sem enginn náði að einu sinni að jafna lotu gegn henni. Fullkomin Íslandsmeistari sem er sjaldséð ef það hefur yfirhöfuð gerst áður. Valgerður E. Hjaltested BFB tók svo bronsið á móti Georg Elfarssyni úr ÍF Akri á Akureyri í brons úrslitaleiknum.
Valgerður E. Hjaltested var andstæðingur Marínar í gull úrslitaleik sveigboga kvenna sem reyndist þó meira krefjandi. Gull úrslitaleikur kvenna byrjaði jafn 20-20 og þær deildu stigum í fyrstu lotu 1-1, Marín tók næstu tvær lotur og staðan því 5-1 og 6 stig gefa sigur. En Vala náði næstu tveim lotum og jafnaði leikinn 5-5 sem knúði fram bráðabana, ein ör sá sem er nær miðju er Íslandsmeistari. Marín skaut fyrst góðu skoti í 8 en Vala skaut næst og hitti í 9 og Marín tók því silfur í sveigboga kvenna. Nanna Líf Presburg úr ÍF Akur á Akureyri tók bronsið í leik gegn Astrid Daxböck úr BFB.
Í gull úrslitum félagsliða sveigboga mætti Marín ásamt liðsfélögum sínum í BFB Ragnar Þór Hafsteinsson og Valgerði E. Hjaltested liði ÍF Akur frá Akureyri (ÍFA). Þar sem að Marín og félagar tóku öruggann sigur 6-0 á móti Akureyringum og hrepptu því Íslandsmeistaratitilinn. En Marín og liðsfélagar settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni ÍM24.
Þannig að Marín vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga óháð kyni, tók silfur í sveigboga kvenna með minnsta mun í bráðabana, tók Íslandsmeistaratitil félagsliða og Íslandsmet félagsliða. Nánast fullkomin frammistaða hjá Marín eins og við er að búast. Og það var gott veður á Íslandsmóti sem er það sem er mest ótrúlegt af þessu öllu.
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér: