
Marín Aníta Hilmarsdóttir endaði í 5 sæti sveigboga kvenna liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar.
Marín mætti í 32 manna úrslitum Lisa Barbelin frá Frakklandi. Brons verðlaunahafa Ólympíuleikana 2024. Marín byrjaði vel og stelpurnar deildu fyrstu lotunni 1-1, en Lisa tók svo næstu fjórar lotur og sigurinn 7-1. Marín endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni á EM. Lisa tók bronsið á endanum.
Í liðakeppni sveigboga voru stelpurnar okkar (Marín, Vala og Astrid) slegnar út í 8 manna úrslitum EM af Moldóvu. Leikurinn endaði 5-1 og stelpurnar okkar enduðu í 5 sæti á EM.
Gaman er að geta þess að á EM 2024 kepptu Moldóva og Ísland í brons úrslitaleiknum. Þar endaði leikurinn í jafntefli og þurfti bráðabana til þess að ákvarða hvor fengi bronsið Ísland eða Moldóva, en Moldóva tók þar sigurinn.
Niðurstöður Marínar á mótinu í einstaklings og liðakeppni:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – 17 sæti sveigboga kvenna (slegin út af Frakka sem vann brons á ÓL24 í 32 manna úrslitum)
- Sveigboga kvenna lið meistaraflokkur – 5 sæti (Slegnar út af Moldóvu í 8 liða úrslitum)
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: