Marín Aníta Hilmarsdóttir ekki með sæti á Ólympíuleika að þessu sinni

Marín Aníta Hilmarsdóttir var að keppa á lokamóti um þátttökurétt á Ólympíuleika í Antalya Tyrklandi (Final World Qualification Tournament). Marín var þegar búin að ná lágmarksskori Ólympíuleikana fyrr á tímabilinu og var því að reyna að vinna þátttökurétt á mótinu. Það gekk ekki mjög vel í útsláttarkeppni mótsins og Marín var slegin út í fyrsta útslætti af Evangelia Psarra frá Grikklandi 6-0. Þá er að setja bara setja stefnuna á næsta langtíma markmið að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana 2027 (og svo Ólympíuleikana 2028)

Samkeppni um þátttökurétti á Ólympíuleika er orðin gífurlega hörð. Sem dæmi vann engin Norðurlandaþjóð þátttökurétt á Ólympíuleikana 2024, sem er í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Marín hefði verið góður kandidat fyrir boðssæti á Ólympíuleikana 2024, en það verður ekki úr því að þessu sinni. Mögulegt er að að lesa nánar um það í þessari frétt á bogfimi.is:

Ísland ekki með þátttökurétt á Ólympíuleika 2024 eftir lokamótið í Tyrklandi

Lokamót um þátttökurétt á Ólympíuleikana 2024 (Final World Qualification Tournament FWQT) var haldið í Antalya Tyrklandi að þessu sinni 13-17 júní. Það var hitabylgja að ganga yfir Tyrkland á meðan á mótinu stóð og því margar regnhlífar á lofti sem sólhlífar. Marín hélt sér einnig kaldri með því að hella reglubundið ísmolavatni yfir bolinn sinn og leyfa því að gufa upp til að gleypa hitann.