Magnús Darri vann brons á Evrópubikarmóti í Búlgaríu

Magnús Darri Markússon vann brons á Evrópubikarmóti ungmenna (EBU) í trissuboga U18 blandaðri liðakeppni með landsliðinu og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni EBU.

Magnús og liðsfélagi hans á Evrópubikarmótinu Þórdís Unnur Bjarkadóttir, léku við Portúgalska liðið í brons úrslitaleik trissuboga U18 blandaðra liða (1kk og 1kvk).

Leikurinn var mjög spennandi. Ísland byrjaði 2 stigum undir eftir fyrstu lotuna og Portúgalir náðu að auka forskotið í 4 stig eftir lotu 2. Í þriðju lotu náðu Íslendingarnir að saxa forskot Portúgala niður í 1 stig og útlit fyrir að fjórða og síðasta lota yrði mjög spennandi og jöfn. En í síðustu lotu brons úrslitaleiksins náði Íslenska liðið frábærri loka lotu 37 á móti 33 og snéru leiknum við úr því að vera einu stigi undir yfir í að vera 3 stigum yfir, og með því tryggja sér sigurinn 138-135. Ísland tók því bronsið á Evrópubikarmótinu og þau slógu 6 ára gamalt Íslandsmet í leiðinni í útsláttarleik blandaðra liða, metið var áður 137 stig. Ítalía tók svo gullið og Þýskaland silfrið í flokknum.

Vert er að geta að þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna í U18 flokki á Evrópubikarmóti og fyrstu verðlaun Magnúsar á stórmótum ungmenna.

Streymi Evrópusambandsins brotnaði því miður út af veðrinu og þeir þurftu að starta streyminu aftur, og því er úrslitaleikur Magnúsar og Þórdísar í tveim pörtum og það vantar meirihluta af brons úrslitaleiknum þeirra á streyminu. Fyrri partur hér, seinni partur hér

Magnús endaði í 12 sæti í undankeppni einstaklinga á Evrópubikarmótinu með 566 stig, sem er einnig hans personal best í alþjóðlegri keppni og vann því þátttökurétt í útsláttarkeppni mótsins. En hann er staðfastur á því að ætlar að slá það personal best í undankeppni á næsta Evrópubikarmóti í Slóveníu í júlí, þar sem markmið Magnúsar var að ná 600 stigum á þessu móti. Miðað við að seinni umferð undankeppni var 290 stig hjá honum þá er það ekki spurning um hvernær hann nær því heldur hvort.

Í útsláttarleikjum einstaklinga var Magnús sleginn út í 16 manna úrslitum Evrópubikarmótsins og endaði því í 9 sæti í loka niðurstöðum. Magnús var slegin út af mótinu af Leonardo Bardasi frá Ítalíu 142 vs 107.

Evrópubikarmótaröð ungmenna samanstendur af tveim mótum á hverju ári og seinna mótið er í Catez í Slóveníu um júlí/ágúst mánaðarmótin, þar sem Magnús mun einnig keppa. Þar er einnig úrslitamót Evrópubikarmótaraðarinnar, sem byggist á samanlögðum skorum í undankeppni beggja móta.

Ferðin til Búlgaríu var fjörug og byrjaði á því að flug hópsins frá Keflavík til Vínarborgar um miðnætti 9-10 maí var aflýst. Ástæðan var að flugmennirnir gátu ekki lent í Keflavík út af vindi. Eftir tvær lendingar tilraunir í KEF þurftu þeir að diverta til Egilstaða vara flugvallar þeirra.

Flugin voru endurbókuð fljótt og Íslenski hópurinn settur á Hotel Cabin í Borgartúni til þess að gista nóttina. Semsagt meirihluti hópsins var lengra frá Búlgaríu eftir fyrstu 12 tíma ferðalagsins en þeir voru áður en þeir lögðu af stað upprunalega að heiman, eins skondið og það er. Mögulegt var að koma hópnum í 10:30 flug frá Icelandair út til Amsterdam, þaðan til Vínarborgar og þaðan til Búlgaríu. Smá ping-pong um flugvelli í Evrópu til þess að komast til Búlgaríu í tæka tíð fyrir mótið, en það heppnaðist.

Fyrir þá sem þekkja ekki almennt til hvernig keppni í bogfimi virkar þá er það sambærilegt og í flestum íþróttum, en hér er stutt lýsing:

  • Mót byrja á undankeppni þar sem skotið er XX örvum.
    (XX af því að fjöldi örva sem skotið er í undankeppni er mismunandi eftir íþróttagreinum)
  • XX efstu einstaklingar (og lið) í skori í undankeppni mótsins vinna þátttökurétt á mótinu og halda áfram í útsláttarkeppni.
    (XX af því að fjöldinn sem vinnur þátttökurétt er mismunandi eftir hvort það er einstaklingur eða lið og er breytilegt eftir mótum og íþróttagreinum)
  • Í útsláttarkeppni er keppendum (eða liðum) raðað upp eftir lokasæti þeirra úr undankeppni (single elimination tournament)
  • Maður á móti manni (eða lið á móti liði). Sá sem vinnur leikinn heldur áfram, sá sem tapar er sleginn út af mótinu, leik eftir leik eftir leik þar til einn sigurvegari stendur eftir.

Þetta var annað stórmót sem Magnús Darri tók þátt í, en hann keppti einnig á Evrópumeistaramótinu 2022. Hann er einnig áætluð til keppni á Norðurlandameistararmót ungmenna í byrjun júlí og á seinna Evrópubikarmót ungmenna í Slóveníu í byrjun ágúst, sem er einnig lokamótið í Evrópubikarmótaröð ungmenna 2025.

Samantekt loka árangurs Magnúsar á Evrópubikarmóti ungmenna í Búlgaríu:

  • Magnús Darri Markússon – 9 sæti – Trissuboga U18 karla (Sleginn út af Ítölskum keppanda)
  • Compound U18 mixed team – Brons – Sigur gegn Portúgal í brons úrslitaleiknum 138-135
    • Magnús Darri Markússon
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
  • Landsliðsmet í trissuboga U18 mixed team útsláttarkeppni – 138 stig (metið var 137 stig frá árinu 2019)
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Magnús Darri Markússon

Magnús lauk keppni á Evrópubikarmótinu í dag í úrslitaleik liða á móti Ítalíu, en Evrópubikarmótið er viku löng keppni og Íslenski hópurinn fór á flugvöllinn 9 maí og kemur heim 18 maí.

Nánari upplýsingar um Evrópubikarmótið og gengi Íslands almennt á því verður hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands sem birtist á bogfimi.is eftir að einstaklings úrslitaleikjum lýkur á morgun, En þar á Ísland 3 keppendur sem eru að leika um gull í einstaklingskeppni og mögulegt að fylgjast með því á Youtube rás Evrópusambandsins https://www.youtube.com/@worldarcheryeurope/streams