Magnús Darri þrefaldur Íslandsmeistari með 5 Íslandsmet

Magnús Darri Markússon úr BF Boganum í Kópavogi vann alla þrjá Íslandsmeistaratitla U16 og setti fimm Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9 ágúst.

Magnús vann Íslandsmeistaratitilinn í einstaklingskeppni karla nokkuð örugglega með 128-113 sigri þar sem andstæðingurinn var liðsfélagi hans Bergur Freyr Geirsson. En Magnús fékk töluverða mótspyrnu um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni gegn liðsfélaga sínum Sóldísi Ingu Gunnarsdóttir. Þar sem gull úrslitaleikurinn var mjög jafn en endaði í 132-129 sigri Magnúsar. Magnús tók því bæði Íslandsmeistaratitlana í U16 karla og U16 óháð kyni.

Í félagsliðakeppni var Magnús í liði með Sóldís Inga Gunnarsdóttir, þau voru hæst skorandi liðið og tóku því Íslandsmeistaratitil félagsliða og settu Íslandsmetið í greininni með 1200 stig.

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari trissubogi U16 karla – Magnús Darri Markússon BFB
  • Íslandsmeistari trissubogi U16 (óháð kyni) – Magnús Darri Markússon BFB
  • Íslandsmeistari trissubogi U16 lið – BF Boginn
    • Magnús Darri Markússon
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
  • Íslandsmet – Magnús Darri Markússon BFB – Trissubogi karla U16 – 603 stig (metið var 593 stig)
  • Íslandsmet – Magnús Darri Markússon BFB – Trissubogi karla U15 – 603 stig (metið var 593 stig)
  • Íslandsmet – Magnús Darri Markússon – Trissubogi U15 karla útsláttarleikur (WA) – 132 stig (metið var áður 119 stig) (Magnús sló metið tvisvar með 128 stig í öðrum leik)
  • Íslandsmet – Magnús Darri Markússon – Trissubogi U16 karla útsláttarleikur (WA) – 132 stig (metið var áður 119 stig) (Magnús sló metið tvisvar með 128 stig í öðrum leik)
  • Íslandsmet – BF Boginn – Trissubogi U16 lið – 1200 stig
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • Magnús Darri Markússon

ÍM ungmenna og öldunga var skipt í tvö mót. ÍM U16/U18 á laugardeginum sem fjallað er um hér fyrir ofan og ÍM U21/50+ á sunnudeginum. Magnús keppti einnig á síðara ÍM í U21 flokki og vann þar silfur í einstaklingskeppni og félagsliðakeppni.

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina