Magnús Darri Markússon tvöfaldur Íslandsmeistari með Íslandsmet og 7 sæti á NM ungmenna

Magnús Darri Markússon í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí.

Á Íslandsmóti ungmenna varð Magnús Íslandsmeistari í trissuboga karla U16 flokki og trissuboga karla U16 óháð kyni.

Á NM í einstaklingskeppni vann Magnús fyrsta leikinn sinn gegn William Askjær Sørensen frá Danmörku 106-95 í 16 manna úrslitum. Magnús var svo sleginn út í 8 manna úrslitum gegn Carl Wenneberg frá Svíþjóð 121-106. Magnús endaði því í 8 sæti á NM ungmenna.

Í undankeppni NM ungmenna setti Magnús ásamt liðsfélögum sínum Íslandsmet í liðakeppni NUM. Í útsláttarkeppni liða á NUM voru Magnús og liðsfélagar hans Sóldís og Eydís svo slegin út í 8 liða úrslitum og enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NM ungmenna.

Samantekt af niðurstöðum Magnúsar á ÍMU og NUM:

  • 7 sæti trissuboga U16 liðakeppni á NM ungmenna
  • 8 sæti trissuboga karla U16 einstaklingskeppni á NM ungmenna
  • Íslandsmeistari trissubogi U16 karla á ÍMU
  • Íslandsmeistari trissubogi U16 Unisex á ÍMU
  • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet undankeppni – 1647 stig
    • Eydís Elide Sæmunds Sartori BFB
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
    • Magnús Darri Markússon BFB

Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet