
Lóa Margrét Hauksdóttir út BF Boganum í Kópavogi vann báða Íslandsmeistaratitla U18 á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9 ágúst.
Lóa vann Íslandsmeistaratitil U18 kvenna með mjög öruggum 6-0 sigri í gull úrslita leiknum. En um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni var gull úrslitaleikurinn gífurlega jafn, gegn Ragnheiði Íris Klein úr BFHH í Hafnarfirði. Ragnheiður tók fyrstu lotu 26-25 og staðan 2-0. Lóa tók aðra lotu 20-19 og staðan 2-2. Ragnheiður tók þriðju lotu 27-25 staðan 4-2 í leiknum og Lóa tók fjórðu lotuna 23-20, staðan nú jöfn í úrslitaleiknum 4-4 og ein lota eftir. Þar tók Lóa lotuna 24-15 og þar sem sigurinn og seinni Íslandsmeistaratitilinn.
Úrslitaleikjunum í einstaklingskeppni var streymt beint á Archery TV Iceland Youtube rásinni og mögulegt að finna það hér:
Samantekt af helsta árangri á mótinu:
- Íslandsmeistari berboga U18 kvenna – Lóa Margrét Hauksdóttir BFB
- Íslandsmeistari berboga U18 (óháð kyni) – Lóa Margrét Hauksdóttir BFB
Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina