LF Freyja Íslandsmeistarar Langboga/h félagsliða

Um Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni á Íslandsmeistaramótinu í Langboga/hefðbundnum bogum um helgina kepptu lið frá Langbogafélaginu Freyju (LFF lið 2) á móti Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi (BFB). Leikurinn var æsispennandi og endaði í jafntefli 4-4 og það þurfti því bráðabana til að ákvarða hvort liðið tæki sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn. Þar tók lið LFF sigurinn 24-20 og Íslandsmeistaratitil félagsliða.

Í brons úrslitum mættust aðal lið LFF (lið 1) og ÍF Akur á Akureyri (ÍFA). Sá leikur endaði einnig í 4-4 jafntefli og þurfti einnig bráðabana til að ákvarða hver tæki bronsið á ÍM. Þar tók LFF (lið 1) sigurinn 27 á móti 25 frá Akri.

Áhugavert var að sterkustu liðin í undankeppni ÍM enduðu í brons úrslitum og félagslið LFF sem var lægra í undankeppni ÍM (LFF lið 2) tók gullið, greinilega djúpt talent pool af skyttum þar á bæ ef að lið 2 nær stundum hærri árangri en lið 1.

Íslandsmeistaramótið (ÍM) í Langboga/Hefðbundnum bogum innandyra 2026 var gífurlega spennandi um helgina með mörgum jöfnum úrslitaleikjum og óvæntum niðurstöðum. Mótið var haldið sunnudaginn 11 janúar í Bogfimisetrinu.

Úr LF Freyju unnu eftirfarandi Íslandsmeistaratitla Langboga/H:

  • Meistaraflokkur karla:
    • Silfur Haukur Hallsteinsson
  • Meistaraflokkur kvenna:
    • Íslandsmeistari Tinna Guðbjartsdóttir
    • Silfur Guðrún Þórðardóttir
  • Meistaraflokkur (óháð kyni):
    • Íslandsmeistari Haukur Hallsteinsson
  • Meistaraflokkur félagslið:
    • Íslandsmeistarar LF Freyja (lið 2), liðsmenn:
      • Áki Jarl Láruson
      • Daníel Örn Linduson Arnarsson
      • Jana Arnarsdóttir
    • Brons LF Freyja (lið 1), liðsmenn
      • Haukur Hallsteinsson
      • Tinna Guðbjartsdóttir
      • Guðrún Þórðardóttir
  • U21 kvenna:
    • Íslandsmeistari Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir
  • U21 (óháð kyni):
    • Silfur Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir

LF Freyja sló tvö Íslandsmet á mótinu (tæknilega séð þrjú ish)

  • Tinna Guðbjartsdóttir – Meistaraflokkur kvenna 512 stig metið var áður 497 stig
    • Guðrún Þórðardóttir sló einnig metið í meistaraflokki kvenna með 500 stig, en Tinna var með hærra skor á sama móti og tekur því metið.
  • Langbogafélagið Freyja – Meistaraflokkur Félagsliðakeppni 1542 stig metið var áður 1462 stig
    • Tinna Guðbjartsdóttir
    • Guðrún Þórðardóttir
    • Haukur Hafsteinsson

Nánari upplýsingar um ÍM í langboga/hefðbundnum bogum er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

Íslandsmeistaramótinu í Langboga lokið. Úrslitin byrjuðu og enduðu á bráðabönum