Kópavogur á tveim vikum með 5 Norðurlandameistaratitla, 5 Norðurlandamet, 24 Íslandsmeistaratitla, 14 Íslandsmet o.fl.

Það er vægast sagt búið að vera brjálað að gera hjá krökkunum hjá Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi í bogfimi á síðustu tveim vikum. Íslandsmót ungmenna (ÍMU) var haldið 28 júní í Hafnarfirði. Stuttu eftir ÍMU flugu 21 keppandi úr BFB Kópavogi á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) í Óðinvé Danmörku. Fjórir úr þeim hópi flugu svo beint af NUM í Danmörku á Evrópumeistaramót ungmenna (EMU) í Búkarest Rúmeníu 8-14 júlí, sem var einnig lokamót Evrópubikarmótaraðar ungmenna 2024.

Það er svo mikið af árangri til að fjalla um. Hvert afrek fyrir sig er vel vert sér umfjöllunar um, en árangurinn er í raun það mikill á stuttum tíma að það verður árangur sem næst ekki að fjalla almennilega um. En mögulegt er að finna fréttir um ákveðna einstaklinga á archery.is þar sem fjallað er sérstaklega um árangur þeirra keppenda.

Boginn í Kópavogi fékk viðurkenningu fyrir ungmenna lið ársins frá Íþróttaráði Kópavogs og því kannski eðlilegt að sá árangur haldi áfram. Boginn fékk einnig viðurkenningu frá Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópvogs 2023. Vitað er til þess að nokkrir krakkar í hópnum sem unnu til afreka eru hinsegin s.s. trans, kynsegin, samkynhneigðir, tvíkynhneigðir o.fl. enda félagið vel þekkt fyrir að vera opið fyrir hinsegin ungmennum. Þeir keppendur verða þó ekki nafngreindir, enda tengist þeirra kyn eða kynhneigð ekkert þeirra árangri eða iðkun í íþróttinni. Því er aðeins skeytt hér inn sem fordæmi fyrir aðra að það er ekkert sem stendur í vegi þess að allir geti tekið þátt og náð árangri óháð forsendum þeirra.

Til að reyna að gera yfirsýn yfir árangurinn auðveldari er hér mögulegt að vinna samantekt á árangri allra keppenda í ungmenna flokkum úr BFB Kópavogi á síðustu tveim vikum í einum lista:

Á síðustu tveim vikum eru ungmenni Bogfimifélagsins Bogans í Kópavogi búin að ná eftirfarandi árangri:

  • 5 Norðurlandameistaratitla ungmenna
  • 5 Norðurlandamet
  • 11 silfur á NM ungmenna
  • 2 brons á NM ungmenna
  • 24 Íslandsmeistaratitla ungmenna
  • 1 Íslandsmet í meistaraflokki
  • 14 Íslandsmet í ungmennaflokkum
  • 3 keppendur í úrslitum EM ungmenna

Hér fyrir neðan er svo fjallað um hvert verkefni fyrir sig á þessum tveim vikum.

Kópavogur á NM ungmenna

Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi var þátttökumesta íþróttafélag á Norðurlöndum á mótinu og náði árangri á við þjóð. Kópavogur er með fleiri Norðurlandameistara í einstaklingskeppni en Noregur!!!

Samtals unnu ungmenni úr Kópavogi 5 Norðurlandameistaratitla, 11 silfur og 2 brons á NM ungmenna.

Verðlaunahafar úr BFB Kópavogi á NM ungmenna:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 – Norðurlandameistari
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open – Norðurlandameistari
  • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi karla U18 – Norðurlandmeistari
  • Baldur Freyr Árnason BFB – Berbogi karla U18 – Norðurlandameistari
  • Baldur Freyr Árnason BFB – Berbogi U18 liðakeppni – Norðurlandameistari
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – Silfur
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi kvenna U18 – Silfur
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissubogi kvenna U16 – Silfur
  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi kvenna U21 – Silfur
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
  • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 liðakeppni – Silfur
  • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi/hefðbundnir bogar U21 liðakeppni – Silfur
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open – Brons
  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi U21 liðakeppni – Brons

Keppendur úr Kópavogi settu 5 Norðurlandamet á NUM:

  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi kvenna U21 528 stig. Metið var áður 516 (met sem Sænsk stelpa átti)
  • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi karla U18 488 stig. Metið var áður 414 (met sem Patrek átti frá NUM 2023)
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open 499 stig. Metið var áður 0 (nýr flokkur)
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissubogi kvenna U16 útsláttarkeppni – 134 stig. Metið var áður 0 (Fyrsta sinn á nýrri fjarlægð sem heimssambandið setti og Sóldís skoraði hæsta leik á NM 2024 og hreppir því metið)
  • Sveigbogi U21 Open liðakeppni 1248 stig. Metið var áður 0 stig (nýr flokkur)
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Kóparnir slógu 7 Íslandsmet á NUM:

  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi U21 kvenna – 528 stig. Metið var áður 511 stig
  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi Meistaraflokkur kvenna – 528 stig. Metið var áður 511 stig
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open 499 stig.
  • Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
    • Heba Róbertsdóttir BFB
    • Maria Kozak SFÍ
    • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH
  • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet undankeppni – 1647 stig
    • Eydís Elide Sæmunds Sartori BFB
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
    • Magnús Darri Markússon BFB
  • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet útsláttarkeppni – 185 stig
    • Eyrún Eva Arnardóttir BFB
    • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB
    • Birkir Björnsson BFB
  • Sveigboga U21 Open NUM landsliðsmet – 1248 stig
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Eitt sérstaklega markvert met var slegið á NM ungmenna og það er Íslandsmet Hebu Róbertsdóttir í Meistaraflokki og U21 flokki sem er einnig Norðurlandamet. Guðbjörg Reynisdóttir átti Íslandsmetið áður frá árinu 2019. Vert er að nefna að Jenný Magnúsdóttir var einnig ekki langt frá Íslandsmetinu í U16 kvenna með skorið 562 en metið er 573, ásamt því voru margir sem slógu “personal best skor” á mótinu.

Lokaniðurstöður allra úr BFB Kópavogi í einstaklingskeppni:

  • Dagur Ómarsson BFB – 9 sæti berboga karla U16
  • Henry Snæbjörn Johnston BFB – 7 sæti berboga karla U16
  • Baldur Freyr Árnason BFB – 1 sæti berboga karla U21
  • Heba Róbertsdóttir BFB – 2 sæti berboga kvenna U21
  • Patrek Hall Einarsson BFB – 1 sæti langboga karla U18
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – 2 sæti trissuboga kvenna U16
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – 6 sæti trissuboga kvenna U16
  • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori BFB – 8 sæti trissuboga kvenna U16
  • Eyrún Eva Arnardóttir BFB – 9 sæti trissuboga kvenna U16
  • Magnús Darri Markússon BFB – 8 sæti trissuboga karla U16
  • Birkir Björnsson BFB – 9 sæti trissuboga karla U16
  • Bergur Freyr Geirsson BFB – 9 sæti trissuboga karla U16
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – 2 sæti trissuboga kvenna U18
  • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – 5 sæti trissuboga kvenna U21
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – 2 sæti trissuboga karla U21
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – 1 sæti sveigboga U21 Open kvenna
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – 3 sæti sveigboga U21 Open kvenna
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – 6 sæti sveigboga U21 Open kvenna
  • Jenný Magnúsdóttir BFB – 7 sæti sveigboga kvenna U16
  • Elías Áki Hjaltason BFB – 9 sæti sveigboga karla U16
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – 1 sæti sveigboga kvenna U21

Lokaniðurstöður allra úr BFB Kópavogi í liðakeppni:

  • Dagur Ómarsson BFB – 7 sæti berboga U16
  • Henry Snæbjörn Johnston BFB – 7 sæti berboga U16
  • Baldur Freyr Árnason BFB – 1 sæti berboga U21
  • Heba Róbertsdóttir BFB – 3 sæti berboga U21
  • Patrek Hall Einarsson BFB – 2 sæti langboga/hefðbundnir U21 (sameinaður)
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – 7 sæti trissuboga U16
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – 6 sæti trissuboga U16
  • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori BFB – 7 sæti trissuboga U16
  • Eyrún Eva Arnardóttir BFB – 6 sæti trissuboga U16
  • Magnús Darri Markússon BFB – 7 sæti trissuboga U16
  • Birkir Björnsson BFB – 6 sæti trissuboga U16
  • Bergur Freyr Geirsson BFB – 8 sæti trissuboga U16
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – 2 sæti trissuboga U18
  • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – 2 sæti trissuboga U21
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – 2 sæti trissuboga U21
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
  • Jenný Magnúsdóttir BFB – 6 sæti sveigboga U16
  • Elías Áki Hjaltason BFB – 6 sæti sveigboga U16
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – 5 sæti sveigboga U21

Kópavogur á ÍM ungmenna

Boginn í Kópavogi sýndi yfirburðar frammistöðu á Íslandsmóti ungmenna annað árið í röð og vann 24 af 27 Íslandsmeistaratitlum sem veittir voru á Íslandsmóti ungmenna. Kóparnir slógu einnig 7 af 7 Íslandsmetum sem sett voru á ÍMU.

Íslandsmeistaratitla einstaklinga úr BFB í Kópavogi á mótinu:

  • Dagur Ómarsson – BFB – Berbogi U16 karla
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – BFB – Berbogi U18 kvenna
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – BFB – Berbogi U18 Unisex
  • Heba Róbertsdóttir – BFB – Berbogi U21 kvenna
  • Heba Róbertsdóttir – BFB – Berbogi U21 Unisex
  • Magnús Darri Markússon – BFB – Trissubogi U16 karla
  • Magnús Darri Markússon – BFB – Trissubogi U16 Unisex
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB – Trissubogi U18 kvenna
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB – Trissubogi U18 Unisex
  • Ragnar Smári Jónasson – BFB – Trissubogi U21 karla
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BFB – Trissubogi U21 kvenna
  • Jenný Magnúsdóttir – BFB – Sveigbogi U16 kvenna
  • Jenný Magnúsdóttir – BFB – Sveigbogi U16 Unisex
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – BFB – Sveigbogi U18 kvenna
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – BFB – Sveigbogi U18 Unisex
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BFB – Sveigbogi U21 kvenna
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BFB – Sveigbogi U21 Unisex
  • Patrek Hall Einarsson – BFB – Langbogi karla U18#
  • Patrek Hall Einarsson – BFB – Langbogi Unisex U18#

Boginn í Kópavogi vann eftirfarandi Íslandsmeistaratitla í félagsliðakeppni:

  • Sveigbogi U16 (unisex) – BFB (Jenný og Elías)
  • Sveigbogi U18 lið (unisex) – BFB (Anna og Stella)
  • Trissubogi U18 lið (unisex) – BFB (Þórdís og Eydís)
  • Trissubogi U21 lið (unisex) – BFB (Freyja og Ragnar)

Eftirfarandi Íslandsmet voru sett á mótinu af “Kópum”:

  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi U18 kvenna 500 stig undankeppni. Metið var áður 447.
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 kvenna – 630 stig undankeppni, Metið var áður 555.
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 kvenna – 139 stig útsláttarkeppni. Metið var áður 116 stig.
  • BFB (Jenný og Elías) – Sveigboga U16 félagslið undankeppni – 937 stig
  • BFB (Anna og Stella) – Sveigboga U18 félagslið undankeppni – 546 stig
  • BFB (Þórdís og Eydís) – Trissuboga U18 félagslið undankeppni – 1129 stig
  • BFB (Ragnar og Freyja) – Trissuboga U21 félagslið undankeppni – 1215 stig

Kópavogur á EM ungmenna

4 af 5 keppendum sem kepptu fyrir Ísland á EM ungmenna voru úr BFB Kópavogi. Það gekk mjög vel hjá Kópavogs fólki í liðakeppni þar sem þau enduðu öll í 6 eða 9 sæti í liðakeppni. En gengið var ekki eins gott í einstaklingskeppni og flestir sem voru slegnir út fyrr en áætlað var.

Niðurstöður keppenda úr Boganum í Kópavogi á EMU:

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • 6 sæti trissuboga kvenna U21 liðakeppni
    • 17 sæti trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
  • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • 6 sæti trissuboga kvenna U21 liðakeppni
    • 33 sæti trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
  • Ragnar Smári Jónasson –
    • 9 sæti trissuboga mixed team U21 liðakeppni
    • 33 sæti trissuboga karla U21 einstaklingskeppni
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • 33 sæti sveigboga kvenna U21 einstaklingskeppni

Kópavogur á Evrópubikarmótaröð ungmenna

Evrópubikarmótaröð ungmenna er sameiginleg frammistaða keppenda úr öllum Evrópubikarmótum ungmenna á viðkomandi ári. Árið 2024 var það Evrópubikarmót ungmenna í Búlgaríu og Evrópumeistaramót ungmenna í Rúmeníu sem töldu til stiga. Það var nokkuð góð frammistaða í heildina litið hjá Kópavogs fólki eins og sjá má á listanum fyrir neðan:

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir –  8 sæti trissuboga kvenna U21
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – 16 sæti trissuboga kvenna U21
  • Ragnar Smári Jónasson – 16 sæti trissuboga karla U21
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – 19 sæti sveigboga kvenna U21

Ekki er haldinn heimslisti eða Evrópulisti fyrir ungmennaflokka í bogfimi utandyra. Þetta er því það næsta sem mætti kalla “Evrópulista”.

Mögulegt er að finna nánari upplýsingar í fréttum Bogfimisambands Íslands hér:

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Ísland í 6 sæti á EM ungmenna í hitabylgju í Rúmeníu