Kópavogur á tveim vikum með 5 Norðurlandameistaratitla, 5 Norðurlandamet, 24 Íslandsmeistaratitla, 14 Íslandsmet o.fl.

Það er vægast sagt búið að vera brjálað að gera hjá krökkunum hjá Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi í bogfimi á síðustu tveim vikum. Íslandsmót ungmenna (ÍMU) var haldið 28 júní í Hafnarfirði. Stuttu eftir ÍMU flugu 21 keppandi úr BFB Kópavogi á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) í Óðinvé Danmörku. Fjórir úr þeim hópi flugu svo beint af NUM í Danmörku á Evrópumeistaramót ungmenna (EMU) í Búkarest Rúmeníu 8-14 júlí, sem var einnig lokamót Evrópubikarmótaraðar ungmenna 2024.

Það er svo mikið af árangri til að fjalla um. Hvert afrek fyrir sig er vel vert sér umfjöllunar um, en árangurinn er í raun það mikill á stuttum tíma að það verður árangur sem næst ekki að fjalla almennilega um. En mögulegt er að finna fréttir um ákveðna einstaklinga á archery.is þar sem fjallað er sérstaklega um árangur þeirra keppenda.

Til að reyna að gera yfirsýn yfir árangurinn auðveldari er hér mögulegt að vinna samantekt á árangri allra keppenda í ungmenna flokkum úr BFB Kópavogi á síðustu tveim vikum í einum lista:

Á síðustu tveim vikum eru ungmenni Bogfimifélagsins Bogans í Kópavogi búin að ná eftirfarandi árangri:

  • 5 Norðurlandameistaratitla ungmenna
  • 5 Norðurlandamet
  • 11 silfur á NM ungmenna
  • 2 brons á NM ungmenna
  • 24 af 27 Íslandsmeistaratitlum ungmenna
  • 1 Íslandsmet í meistaraflokki
  • 14 Íslandsmet í ungmennaflokkum
  • 3 keppendur í úrslitum EM ungmenna
  • 3 keppendur í topp 16 í Evrópubikarmótaröð ungmenna

Hér fyrir neðan er svo fjallað um hvert verkefni fyrir sig á þessum tveim vikum.

Kópavogur á NM ungmenna

Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi náði árangri á við þjóð. Kópavogur er með fleiri Norðurlandameistara í einstaklingskeppni en Noregur!!!

  • Danmörk vann 9 (heimaþjóðin)
  • Svíþjóð vann 7
  • Íslands vann 4 (allir úr Boganum í Kópavogi)
  • Noregur vann 3
  • Færeyjar unnu 1
  • Finnland vann 0

Samtals unnu ungmenni úr Kópavogi 5 Norðurlandameistaratitla, 11 silfur og 2 brons á NM ungmenna (í einstaklings og liðakeppni samanlagt)

Verðlaunahafar úr BFB Kópavogi á NM ungmenna:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 – Norðurlandameistari
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open – Norðurlandameistari
  • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi karla U18 – Norðurlandmeistari
  • Baldur Freyr Árnason BFB – Berbogi karla U18 – Norðurlandameistari
  • Baldur Freyr Árnason BFB – Berbogi U18 liðakeppni – Norðurlandameistari
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – Silfur
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi kvenna U18 – Silfur
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissubogi kvenna U16 – Silfur
  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi kvenna U21 – Silfur
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
  • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 liðakeppni – Silfur
  • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi/hefðbundnir bogar U21 liðakeppni – Silfur
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open – Brons
  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi U21 liðakeppni – Brons

Keppendur úr Kópavogi settu 5 Norðurlandamet á NUM:

  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi kvenna U21 528 stig. Metið var áður 516 (met sem Sænsk stelpa átti)
  • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi karla U18 488 stig. Metið var áður 414 (met sem Patrek átti frá NUM 2023)
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open 499 stig. Metið var áður 0 (nýr flokkur)
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissubogi kvenna U16 útsláttarkeppni – 134 stig. Metið var áður 0 (Fyrsta sinn á nýrri fjarlægð sem heimssambandið setti og Sóldís skoraði hæsta leik á NM 2024 og hreppir því metið)
  • Sveigbogi U21 Open liðakeppni 1248 stig. Metið var áður 0 stig (nýr flokkur)
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Kóparnir slógu 7 Íslandsmet á NUM:

  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi U21 kvenna – 528 stig. Metið var áður 511 stig
  • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi Meistaraflokkur kvenna – 528 stig. Metið var áður 511 stig
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open 499 stig.
  • Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
    • Heba Róbertsdóttir BFB
    • Maria Kozak SFÍ
    • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH
  • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet undankeppni – 1647 stig
    • Eydís Elide Sæmunds Sartori BFB
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
    • Magnús Darri Markússon BFB
  • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet útsláttarkeppni – 185 stig
    • Eyrún Eva Arnardóttir BFB
    • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB
    • Birkir Björnsson BFB
  • Sveigboga U21 Open NUM landsliðsmet – 1248 stig
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Eitt sérstaklega markvert met var slegið á NM ungmenna og það er Íslandsmet Hebu Róbertsdóttir í Meistaraflokki og U21 flokki sem er einnig Norðurlandamet. Guðbjörg Reynisdóttir átti Íslandsmetið áður frá árinu 2019. Vert er að nefna að Jenný Magnúsdóttir var einnig ekki langt frá Íslandsmetinu í U16 kvenna með skorið 562 en metið er 573, ásamt því voru margir sem slógu “personal best skor” á mótinu.

Lokaniðurstöður allra úr BFB Kópavogi í einstaklingskeppni:

  • Dagur Ómarsson BFB – 9 sæti berboga karla U16
  • Henry Snæbjörn Johnston BFB – 7 sæti berboga karla U16
  • Baldur Freyr Árnason BFB – 1 sæti berboga karla U21
  • Heba Róbertsdóttir BFB – 2 sæti berboga kvenna U21
  • Patrek Hall Einarsson BFB – 1 sæti langboga karla U18
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – 2 sæti trissuboga kvenna U16
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – 6 sæti trissuboga kvenna U16
  • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori BFB – 8 sæti trissuboga kvenna U16
  • Eyrún Eva Arnardóttir BFB – 9 sæti trissuboga kvenna U16
  • Magnús Darri Markússon BFB – 8 sæti trissuboga karla U16
  • Birkir Björnsson BFB – 9 sæti trissuboga karla U16
  • Bergur Freyr Geirsson BFB – 9 sæti trissuboga karla U16
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – 2 sæti trissuboga kvenna U18
  • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – 5 sæti trissuboga kvenna U21
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – 2 sæti trissuboga karla U21
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – 1 sæti sveigboga U21 Open kvenna
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – 3 sæti sveigboga U21 Open kvenna
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – 6 sæti sveigboga U21 Open kvenna
  • Jenný Magnúsdóttir BFB – 7 sæti sveigboga kvenna U16
  • Elías Áki Hjaltason BFB – 9 sæti sveigboga karla U16
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – 1 sæti sveigboga kvenna U21

Lokaniðurstöður allra úr BFB Kópavogi í liðakeppni:

  • Dagur Ómarsson BFB – 7 sæti berboga U16
  • Henry Snæbjörn Johnston BFB – 7 sæti berboga U16
  • Baldur Freyr Árnason BFB – 1 sæti berboga U21
  • Heba Róbertsdóttir BFB – 3 sæti berboga U21
  • Patrek Hall Einarsson BFB – 2 sæti langboga/hefðbundnir U21 (sameinaður)
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – 7 sæti trissuboga U16
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – 6 sæti trissuboga U16
  • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori BFB – 7 sæti trissuboga U16
  • Eyrún Eva Arnardóttir BFB – 6 sæti trissuboga U16
  • Magnús Darri Markússon BFB – 7 sæti trissuboga U16
  • Birkir Björnsson BFB – 6 sæti trissuboga U16
  • Bergur Freyr Geirsson BFB – 8 sæti trissuboga U16
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – 2 sæti trissuboga U18
  • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – 2 sæti trissuboga U21
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – 2 sæti trissuboga U21
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
  • Jenný Magnúsdóttir BFB – 6 sæti sveigboga U16
  • Elías Áki Hjaltason BFB – 6 sæti sveigboga U16
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – 5 sæti sveigboga U21

Kópavogur á ÍM ungmenna

Boginn í Kópavogi sýndi yfirburðar frammistöðu á Íslandsmóti ungmenna annað árið í röð og vann 24 af 27 Íslandsmeistaratitlum sem veittir voru á Íslandsmóti ungmenna. Kóparnir slógu einnig 7 af 7 Íslandsmetum sem sett voru á ÍMU.

Íslandsmeistaratitla einstaklinga úr BFB í Kópavogi á mótinu:

  • Dagur Ómarsson – BFB – Berbogi U16 karla
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – BFB – Berbogi U18 kvenna
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – BFB – Berbogi U18 Unisex
  • Heba Róbertsdóttir – BFB – Berbogi U21 kvenna
  • Heba Róbertsdóttir – BFB – Berbogi U21 Unisex
  • Magnús Darri Markússon – BFB – Trissubogi U16 karla
  • Magnús Darri Markússon – BFB – Trissubogi U16 Unisex
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB – Trissubogi U18 kvenna
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB – Trissubogi U18 Unisex
  • Ragnar Smári Jónasson – BFB – Trissubogi U21 karla
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BFB – Trissubogi U21 kvenna
  • Jenný Magnúsdóttir – BFB – Sveigbogi U16 kvenna
  • Jenný Magnúsdóttir – BFB – Sveigbogi U16 Unisex
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – BFB – Sveigbogi U18 kvenna
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – BFB – Sveigbogi U18 Unisex
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BFB – Sveigbogi U21 kvenna
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BFB – Sveigbogi U21 Unisex
  • Patrek Hall Einarsson – BFB – Langbogi karla U18#
  • Patrek Hall Einarsson – BFB – Langbogi Unisex U18#

Boginn í Kópavogi vann eftirfarandi Íslandsmeistaratitla í félagsliðakeppni:

  • Sveigbogi U16 (unisex) – BFB (Jenný og Elías)
  • Sveigbogi U18 lið (unisex) – BFB (Anna og Stella)
  • Trissubogi U18 lið (unisex) – BFB (Þórdís og Eydís)
  • Trissubogi U21 lið (unisex) – BFB (Freyja og Ragnar)

Eftirfarandi Íslandsmet voru sett á mótinu af “Kópum”:

  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi U18 kvenna 500 stig undankeppni. Metið var áður 447.
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 kvenna – 630 stig undankeppni, Metið var áður 555.
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 kvenna – 139 stig útsláttarkeppni. Metið var áður 116 stig.
  • BFB (Jenný og Elías) – Sveigboga U16 félagslið undankeppni – 937 stig
  • BFB (Anna og Stella) – Sveigboga U18 félagslið undankeppni – 546 stig
  • BFB (Þórdís og Eydís) – Trissuboga U18 félagslið undankeppni – 1129 stig
  • BFB (Ragnar og Freyja) – Trissuboga U21 félagslið undankeppni – 1215 stig

Kópavogur á EM ungmenna

4 af 5 keppendum sem kepptu fyrir Ísland á EM ungmenna voru úr BFB Kópavogi. Það gekk mjög vel hjá Kópavogs fólki í liðakeppni þar sem þau enduðu öll í 6 eða 9 sæti í liðakeppni fyrir Ísland. En gengið var ekki eins gott í einstaklingskeppni og flestir voru slegnir út fyrr en áætlað var.

Niðurstöður keppenda úr Boganum í Kópavogi á EMU:

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • 6 sæti trissuboga kvenna U21 liðakeppni
    • 17 sæti trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
  • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • 6 sæti trissuboga kvenna U21 liðakeppni
    • 33 sæti trissuboga kvenna U21 einstaklingskeppni
  • Ragnar Smári Jónasson –
    • 9 sæti trissuboga mixed team U21 liðakeppni
    • 33 sæti trissuboga karla U21 einstaklingskeppni
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • 33 sæti sveigboga kvenna U21 einstaklingskeppni

Kópavogur á Evrópubikarmótaröð ungmenna

Evrópubikarmótaröð ungmenna er sameiginleg frammistaða keppenda úr öllum Evrópubikarmótum ungmenna á viðkomandi ári. Árið 2024 var það Evrópubikarmót ungmenna í Búlgaríu og Evrópumeistaramót ungmenna í Rúmeníu sem töldu til stiga. Það var nokkuð góð frammistaða í heildina litið hjá Kópavogs fólki eins og sjá má á listanum fyrir neðan:

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir –  8 sæti trissuboga kvenna U21
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – 16 sæti trissuboga kvenna U21
  • Ragnar Smári Jónasson – 16 sæti trissuboga karla U21
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – 19 sæti sveigboga kvenna U21

Ekki er haldinn heimslisti eða Evrópulisti fyrir ungmennaflokka í bogfimi utandyra. Þetta er því það næsta sem mætti kalla “Evrópulista”.

Boginn í Kópavogi fékk viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur ungmenna liðs á síðasta ári frá Íþróttaráði Kópavogs og ljóst að sá árangur hefur aðeins aukist. Boginn fékk einnig viðurkenningu frá Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópvogs 2023. Vitað er til þess að nokkrir krakkar í hópnum sem unnu til afreka eru hinsegin s.s. trans, kynsegin, samkynhneigðir, tvíkynhneigðir o.fl. og nokkrir eru af erlendum uppruna, enda félagið vel þekkt fyrir að vera opið fyrir ungmennum í jaðarhópum. Þeir keppendur verða þó ekki nafngreindir, enda tengist þeirra uppruni, kyn eða kynhneigð ekkert þeirra árangri eða iðkun í íþróttinni. Því er aðeins skeytt hér inn sem fordæmi fyrir aðra, að þó að það heyrist ekki hátt um það að þá er ekkert sem stendur í vegi þess að allir geti tekið þátt og náð árangri óháð forsendum þeirra.

https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/hvatningarverdlaun-fyrir-frumkvaedi-i-thatttoku-kynsegin-ithrottafolks?fbclid=IwAR0cl34jUmqrTRFez6jxRqw4z5tySOk3LdK3a_RaxS8ScotpOhuOg0mAqGc

Mögulegt er að finna nánari upplýsingar í fréttum Bogfimisambands Íslands hér:

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Ísland í 6 sæti á EM ungmenna í hitabylgju í Rúmeníu