Konur halda sigurröð sinni gangandi í Bikarmótaröð BFSÍ og leiða bikarmeistarakeppnina í öllum bogaflokkum

Guðbjörg, Vala og Freyja unnu Bikarana í kynlausri keppni á öðru Bikarmóti BFSÍ 8 október.

Eftir að útsláttarkeppni var lokið voru lokaniðurstöður gull úrslita leikja eftirfarandi:

  • Guðbjörg Reynisdóttir vann bikarinn í berboga 7-3 í úrslitum gegn Birnu Magnúsdóttur
  • Freyja Dís Benediktsdóttir vann bikarinn í trissuboga 140-139 í úrslita leik gegn Eowyn Marie Mamalias
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested vann bikarinn í sveigboga 6-0 í úrslita leik gegn Georg Elfarsson

Guðbjörg, Freyja og Vala tóku litla bikara heim fyrir að vinna stakt bikarmót. Guðbjörg kemur úr Hróa Hetti í Hafnafirðinum. Freyja og Vala koma úr BF Boganum í Kópavogi.

Staðan í Bikarmótaröðinni byggist á niðurstöðum úr undankeppni Bikarmótana. Top 3 staðan í Bikarmótaröðinni er í dag:

Sveigbogi:

  1. Valgerður E. Hjaltested : 1047
  2. Astrid Daxböck : 513
  3. Gummi Guðjóns : 505

Trissubogi:

  1. Freyja Dís Benediktsdóttir : 1115
  2. Þórdís Unnur Bjarkadóttir : 1046
  3. Eowyn Mamalias : 562

Berbogi:

  1. Heba Róbertsdóttir : 759
  2. Sölvi Óskarsson : 710
  3. Guðbjörg Reynisdóttir : 438

Næsta mót í bikarmótaröðinni verður haldið 5 nóvember og það er en mögulegt að skrá sig á það hér.

https://mot.bogfimi.is/