Karólína Karlsdóttir Íslandsmeistari U21

Karólína Karlsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á Íslandsmeistaramótinu (ÍM) í Langboga og hefðbundnum bogum um helgina.

Í gull úrslitaleik U21 mættust Karólína Karlsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi og Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir úr Langbogafélaginu Freyju í Reykjavík.

Vala Lovísa byrjaði sterk og vann fyrstu lotuna örugglega 21-10 og tók 2-0 stiga forskot. Vala tók aðra lotu 25-20 og jók forskotið í 4-0. Í þriðju lotu náði Karólína naumlega að halda sér lifandi með 18-17 sigri í lotunni og staðan 4-2. Í fjórðu lotu náði Karólína sigrinum 23-20 og jafnaði leikinn 4-4. Í síðustu lotunni náði Karólína svo að snúa leiknum við og vann lotuna 20-17 og tók 2 stigin fyrir lotuna 6-4 og tók því sigurinn í leiknum og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Karólína vann einnig silfur verðlaun til viðbótar á ÍM U21 í Langboga/H kvenna á mótinu

Nánari upplýsingar um ÍM í langboga/hefðbundnum bogum er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

Íslandsmeistaramótinu í Langboga lokið. Úrslitin byrjuðu og enduðu á bráðabönum