Kaewmungkorn Yuangthong í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði keppti á NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með góðu gengi.
Í undankeppni NUM endaði hann í 2 sæti og gott útlit fyrir að hann myndi næla sér í einstaklingsverðlaun í leikjunum miðað við það góða gengi.
Í 8 manna úrslitaleiknum gegn Jakob Holm frá Danmörku, þá skaut Kaewmungkorn óvart einni ör á rangt skotmark sem gaf 0 stig fyrir þá ör og tapaði leiknum 127-124. Ef að hann hefði ekki óvart miðað á rangt skotmark þá hefði hann unnið þann leik auðveldlega og keppt um einstaklingsverðlaun á NM. Hann endaði því í 8 sæti í einstaklingskeppni.
Kaewmungkorn var ekki einn um það að skjóta á ranga skotskífu á NM og það gerist reglubundið hjá íþróttafólki á öllum stigum. Sem dæmi var leikur milli Íslands og Slóvakíu á EM ungmenna vikunni eftir þar sem að báðir keppendur miðuðu og skutu á ranga skotskífu í sama leiknum. Það eru líklega allir í íþróttinni sem hafa gert það, það kom bara á mjög óheppilegum tíma að þessu sinni fyrir Kaewmungkorn sem er mjög efnilegur.
Kaewmungkorn endaði svo einnig í 4 sæti í liðakeppni eftir að tap í brons úrslitaleiknum gegn Svíþjóð 211-195 ásamt liðsfélaga sínum Jóhannes Karl Klein.
Kaewmungkorn hefur verið að íhuga að taka þátt í Evrópubikarmótaröð ungmenna utandyra á næsta ári til viðbótar við NUM í Svíþjóð.
Samantekt af niðurstöðum Púká á NUM:
- 4 sæti trissuboga U21 liðakeppni á NM ungmenna
- 8 sæti trissuboga karla U21 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- 2 sæti í undankeppni NUM
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér: