Kaewmungkorn Yuangthong á EM einum leik frá bronsi

Kaewmungkorn Yuangthong var ekki langt frá brons verðlaunum í trissuboga karla U21 liðkeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Krótar tóku brons úrslitaleikinn í jöfnum leik sem endaði 221-225. Þetta er fyrsta EM Kaewmungkorn.

Liðsfélagarnir Ragnar, Daníel og Kaemungkorn kepptu í brons úrslitaleik trissuboga karla U21 liðakeppni á móti Króatíu á EM. Fyrsta umferð byrjaði jöfn 56-56, Króatar tók svo eins stig forskot 111-112 í miðju leik. Króatar áttu svo frábæra þriðju umferð 54-58 og juku forystuna í 165-170. Strákarnir okkar skoruðu hærra í síðustu umferð leiksins 56-55, en það var ekki nóg til að vinna upp muninn og Króatar tóku því bronsið 221-225 í trissuboga liðakeppni á EM U21. (Í berboga og sveigboga flokkum er farið eftir lotum en í trissuboga eftir samanlögðu skori, í lotu skori hefði leikurinn farið 3-5).

Nokkuð jafn leikur og 4 sæti flott niðurstaða fyrir okkar stráka, þó að það hefði verið gaman að ná bronsinu. Ísland endaði í 8 sæti á EM 2022 og 5 sæti á EM 2024, þetta er besta loka niðurstaða sem Ísland hefur náð í trissuboga karla U21 liðakeppni.

4 sæti trissubogi karla lið U21 fl
Liðsmenn

  • Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogur
  • Daníel Baldursson Hvidbro – Skaust Egilstaðir
  • Kaewmungkorn Yuangthong – BF Hrói Höttur Hafnarfirði

Kaewmungkorn var sleginn út af EM í 16 manna úrslitum á móti Erin Kirca heimamanni (Tyrki) 147-143. Kaewmungkorn endaði því í 9 sæti EM U21 trissuboga karla einstaklingskeppni. Flott frammistaða fyrir fyrsta alþjóðlega stórmót.

Niðurstöður Kaewmungkorn á EM 2025 í einstaklings og liðakeppni:

  • Kaewmungkorn Yuangthong – 9 sæti trissuboga karla U21 (sleginn út af Tyrkja í 16 manna úrslitum)
  • Trissuboga U21 karla lið – 4 sæti

Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

EM2025: Ísland vann til 5 verðlauna á EM