
Kaewmungkorn Yuangthong (Phukao) í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði vann til silfur verðlauna í liðakeppni, sló landsliðsmet í liðakeppni og var ekki langt frá bronsinu í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.
Phukao var í þriðja sæti í undankeppni mótsins í einstaklingskeppni trissuboga karla U21 og mætti í 8 manna úrslitum Natan Eir Skov Jenssen sem hann vann örugglega 133-103. Í undanúrslitum mætti hann Malthe Elkjær frá Danmörku þar sem að Daninn hafði betur 135-129 og Phukao fór því í brons úrslitaleikinn.
Brons úrslitin á NUM var al Íslenskur leikur þar sem að mættust Phukao og Ragnar Smári Jónasson liðsfélagi Phukao. Þar tók Ragnar leikinn og Phukao endaði því í 4 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna.
Í liðakeppni mættu Phukao og liðsfélagar hans Freyja Dís Bendiktsdóttir og Ragnar Smári Jónasson liði Danmerkur í gull úrslitaleiknum sem var gífurlega jafn og spennandi.
Ísland byrjaði 3 stigum undir eftir fyrstu umferð 56-53, en náði svo að saxa forskotið niður í 1 stig í annarri umferð og Ísland náði 2 stig forskoti í þriðju umferð. Í síðustu umferð leiksins náðu Danir að jafna leikinn og því þurfti bráðabana til þess að ráða hvort liðið yrði Norðurlandameistari. Þar náðu Danir naumum sigri 29-28 og tóku titilinn. Lið Phukao tók því silfið á NM ungmenna, en þó með nýtt landsliðsmet á NM ungmenna 217 stig á meðan eldra metið var 207 stig.
Vert er að geta að Danir eru ein sterkasta þjóð í heiminum í trissuboga og karla meistaraflokks liðið þeirra er t.d. í öðru sæti á heimslista í dag. Ansi gott að svo naumur munur sé á milli Íslensku og Dönsku ungmennanna, sem er næsta kynslóð meistaraflokks.
Niðurstöður af NM ungmenna 2025:
- Kaewmungkorn Yuangthong – 4 sæti – Trissuboga U21 karla – BFHH
- Kaewmungkorn Yuangthong – Silfur (2 sæti) – Trissuboga U21 lið (Ísland)
- Íslandsmet Trissubogi U21 lið útsláttarleikur – 217 stig – Metið var áður 207 stig
- Ragnar Smári Jónasson
- Freyja Dís Benediktsdóttir
- Kaewmungkorn Yuangthong
Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan
Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons