
Julia Galinska í Skotíþróttafélagi Ísafjarðar vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í íþróttinni í berboga U16 kvenna á Íslandsmeistaramóti U16 á laugardaginn í Reykjavík.
Julia var í þriðja sæti í undankeppni Íslandsmótsins og mætti því liðsfélaga sínum frá Ísafirði Auður Alma Viktorsdóttir í undanúrslitum. Auður var með aðeins hærra skor í undankeppni mótsins en mjög jafnt var á milli þeirra. Julia náði sigrinum í leiknum 7-1 og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn. Auður tók á endanum bronsið í flokknum.
Gull úrslitaleikurinn hennar Julia var gegn Eygló Midgley úr BFHH Hafnarfirði. Eygló var með hærra skor í undankeppni mótsins og var talin sigurstranglegri í leiknum, en Julia skaut þrjár ótrúlega góðar lotur og tók sigurinn óvænt en af miklu öryggi 6-0, og með því Íslandsmeistaratitil berboga U16 kvenna og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Einnig er keppt í félagsliðakeppni á Íslandsmótum, þar kepptu fyrir lið SkotÍs Julia og Auður. Þar enduðu þær í fjórða sæti í með 640 stig, aðeins 4 stigum á eftir Akureyringum sem tóku bronsið með 644 stig.
Sigur Julia og brons Auðar settu Skotíþróttafélag Ísafjarðar í þriðja sæti á lista yfir félög sem unnu til verðlauna á mótinu (samtals í öllum flokkum og kynjum). Aðeins Kópavogur (BFB) og Akureyringar (ÍFA) voru hærri á list.
Íslandsmót U16 innandyra var haldið í Bogfimisetrinu laugardaginn 12 apríl 2025.
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=BDRQR8l-aaI
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=a1qA2DmsKPA
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21364
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/%C3%8DM-U16-inni-2025
- Frétt frá Bogfimisambandi Íslands fyrir neðan