Jonas Björk úr ÍF Akur á Akureyri varð Bikarmeistari BFSÍ í Langboga 2025 með góðri forystu, 1076 stig, á móti 999 stigum Hauks Hallsteinssons sem var í öðru sæti Bikarmótaraðarinnar.
Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2025 voru:
- Jonas Björk 1076 stig ÍFA Akureyri
- Haukur Hallsteinsson 999 stig LFF Reykjavík
- Atli Jónasson 913 stig ÍFA Akureyri
- Astrid Daxböck 870 stig BFB Kópavogur
Vert er að vita að Langbogi/hefðbundnir bogar (longbow & traditional) var gerður formlegur bogaflokkur 31. Júlí 2024 og 2025 er fyrsta skiptið þegar hægt er að vera Bikarmeistari í þeim flokki. Jonas Björk sló Íslandsmetið tvisvar á Bikarmótunum í meistaraflokki.
Hörð samkeppni var um titilinn. Haukur vann síðasta Bikarmmótið í janúar en Jonas vann Bikarmótaröðin í heims sinni, spennandi og jöfn keppni var í flokknum á tímabilinu.
Bikarmótaröð BFSÍ 2024-2025 Innandyra samanstóð af fimm Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í september, október, nóvember, desember og janúar.
Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri og tveim bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ á tímarbilinu.
Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.
Bikarmeistari BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000 kr í verðlaunafé.