Jonas Björk Bikarmeistari 2025 með Íslandsmet

Jonas Björk úr ÍF Akur á Akureyri varð Bikarmeistari BFSÍ í Langboga 2025 með góðri forystu, 1076 stig, á móti 999 stigum Hauks Hallsteinssons sem var í öðru sæti Bikarmótaraðarinnar.

Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2025 voru:

  1. Jonas Björk 1076 stig ÍFA Akureyri
  2. Haukur Hallsteinsson 999 stig LFF Reykjavík
  3. Atli Jónasson 913 stig ÍFA Akureyri
  4. Astrid Daxböck 870 stig BFB Kópavogur

Vert er að vita að Langbogi/hefðbundnir bogar (longbow & traditional) var gerður formlegur bogaflokkur 31. Júlí 2024 og 2025 er fyrsta skiptið  þegar hægt er að vera Bikarmeistari í þeim flokki. Jonas Björk sló Íslandsmetið tvisvar á Bikarmótunum í meistaraflokki.

Hörð samkeppni var um titilinn. Haukur vann síðasta Bikarmmótið í janúar en Jonas vann Bikarmótaröðin í heims sinni, spennandi og jöfn keppni var í flokknum á tímabilinu.

Bikarmótaröð BFSÍ 2024-2025 Innandyra  samanstóð af fimm Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í september, október, nóvember, desember og janúar.

Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri og tveim bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ  á tímarbilinu.

Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.

Bikarmeistari BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000 kr í verðlaunafé.