Jóhannes Karl Klein í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með góðu gengi.
Á NM ungmenna endaði Jóhannes í 5 sæti í einstaklingskeppni eftir að vera sleginn út í 8 manna úrslitum af Nicklas Bredal Bryld frá Danmörku 143-132. Nicklas er ekkert lamb að leika sér við, enda var hann í 6 sæti í undankeppni EM ungmenna, 2 dögum eftir NUM.
Jóhannes Karl Klein endaði svo einnig í 4 sæti í liðakeppni eftir að tap í brons úrslitaleiknum gegn Svíþjóð 211-195 ásamt liðsfélaga sínum Kaewmungkorn.
Samantekt af niðurstöðum Jóhannesar á ÍMU og NUM:
- 4 sæti trissuboga U21 liðakeppni á NM ungmenna
- 5 sæti trissuboga karla U21 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- Brons í trissuboga U21 óháð kyni á ÍMU
- Silfur í trissuboga U21 karla á ÍMU
- Silfur í trissuboga U21 félagsliðakeppni á ÍMU
Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:
Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet