
Izaar Arnar Þorsteinsson endaði í 7 sæti berboga karla liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta var annað EM Izaars
Izaar mætti í 32 manna úrslitum Ernestas Vilkaukas Litháen þar sem að sá Litháneski tók sigurinn. Izaar endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni EM. En miðað við skorin á Izaar alveg góðan séns á því að komast í 16 manna úrslit eða lengra á réttum degi. Eins og hann gerði á síðasta EM 2024.
Í liðakeppni berboga voru strákarnir okkar (Sölvi, Izaar og Gummi) slegnir út í 8 manna úrslitum EM af Ítalíu. Leikurinn endaði 6-0 og strákarnir okkar enduðu í 7 sæti á EM.
Ítalía er lang sterkast þjóð í berboga karla meistaraflokki og óheppni að lenda á móti þeim í 8 liða úrslitum. Okkar strákar hefðu átt góðann séns á því að komast í brons eða gull úrslitaleikinn ef það hefði ekki raðast þannig. Strákarnir okkar kepptu einmitt um bronsið á síðasta EM 2024, þar sem að þeir töpuðu brons leiknum í jafntefli og bráðabana við Serbíu sem margir muna eftir.
Niðurstöður Izaars á EM í meistaraflokki einstaklings og liðakeppni:
- Izaar Arnar Þorsteinsson – 17 sæti berboga karla (sleginn út af Litháa í 32 manna úrslitum)
- Berboga karla lið meistaraflokkur – 7 sæti (slegnir út af Ítalíu í 8 manna úrslitum)
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: