Izaar Arnar Þorsteinsson í Akur á Akureyri varð Bikarmeistari BFSÍ Berboga 2025 með nokkuð góðri forystu 985 stig á móti 975 stigum Guðbjörgu Reynisdóttur sem var í öðru sæti Bikarmótaraðarinnar. Þetta er fyrsta skiptið sem Izaar er Bikarmeistari.
Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2025 voru:
- Izaar Arnar Þorsteinsson 985 stig ÍFA Akureyri
- Guðbjörg Reynisdóttir 975 stig BFHH Hafnafjörður
- Heba Róbertsdóttir 945 stig BFB Kópavogur
- Sölvi Óskarsson 830 stig BFB Kópavogur
Izaar er fyrsti karlmaður til að vinna Bikarmeistaratitil í berboga. Stelpurnar okkar eru sterkar og Guðbjörg hefur verið í topp 8 á öllum EM í meistaraflokki sem hún hefur tekið þátt æi og Heba vann Silfur á EM U21 202. Ekki amalegt að vinna titilinn þannig samkeppni.
Bikarmótaröð BFSÍ 2024-2025 Innandyra samanstóð af fimm Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í september, október, nóvember, desember og janúar.
Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri og tveim bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ á tímarbilinu.
Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.
Bikarmeistari BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000.kr í verðlaunafé.