Izaar Arnar Þorsteinsson Bikarmeistari BFSÍ 2025

Izaar Arnar Þorsteinsson í Akur á Akureyri varð Bikarmeistari BFSÍ Berboga 2025 með nokkuð góðri forystu 985 stig á móti 975 stigum Guðbjörgu Reynisdóttur sem var í öðru sæti Bikarmótaraðarinnar. Þetta er fyrsta skiptið sem Izaar er Bikarmeistari.

Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2025 voru:

  1. Izaar Arnar Þorsteinsson 985 stig ÍFA Akureyri
  2. Guðbjörg Reynisdóttir 975 stig BFHH Hafnafjörður
  3. Heba Róbertsdóttir 945 stig BFB Kópavogur
  4. Sölvi Óskarsson 830 stig BFB Kópavogur

Izaar er fyrsti karlmaður til að vinna Bikarmeistaratitil í berboga. Stelpurnar okkar eru sterkar og Guðbjörg hefur verið í topp 8 á öllum EM í meistaraflokki sem hún hefur tekið þátt æi og Heba vann Silfur á EM U21 202. Ekki amalegt að vinna titilinn þannig samkeppni.

Bikarmótaröð BFSÍ 2024-2025 Innandyra  samanstóð af fimm Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í september, október, nóvember, desember og janúar.

Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri og tveim bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ  á tímarbilinu.

Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.

Bikarmeistari BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000.kr í verðlaunafé.