
Það er vægast sagt að frábært gengi hefur verið hjá Íslensku keppendunum á Evrópubikarmóti ungmenna í Sofía Búlgaríu í vikunni.
Íslendingar munu leika í FIMM gull úrslitaleikjum og tveim brons úrslitaleikjum á Evrópubikarmótinu!!!
Ísland aðeins unnið til tveggja verðlauna á Evrópubikarmótum í sögu íþróttarinnar silfur liða 2023 og brons liða 2024. Það er því ótrúlegt að Íslendingar séu að keppa um SJÖ verðlaun á einu Evrópubikarmóti!! Þvílík frammistaða og framför!
Sýnt verður beint frá úrslitaleikjum Íslendinga á Evrópubikarmótinu á Youtube rás Evrópska Bogfimisambandsins (World Archery Europe) með því að smella hér eða með því að smella á hlekkinn í hverjum leik fyrir sig neðar í fréttinni.

Þrír Íslendingar keppa um að verða Evrópubikarmeistara einstaklinga í gull úrslitaleikjum
Þrír Íslendingar munu keppa um að verða Evrópubikarmeistarar í einstaklingsgreinum og eru því búnir að bóka sig inn í sögubækurnar. Enginn Íslendingur hefur unnið til einstaklings verðlauna á Evrópubikarmóti í sögu íþróttarinnar og þau eru öll þrjú búin að tryggja sér silfur að lágmarki.
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir VS Veronica Pavin (Ítalía)
- Gull úrslitaleikur
- Trissuboga U18 kvenna (Compound U18 women)
- kl 09:20 laugardaginn 17 maí (06:20 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri: 35% Ísland vs 65% Ítalía
- Baldur Freyr Árnason VS Maksym Shchykovskyy (Búlgaría)
- Gull úrslitaleikur
- Berboga U21 karla (Barebow U21 Men)
- kl 14:45 laugardaginn 17 maí (11:45 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri: 80% Ísland vs 20% Búlgaría
- Heba Róbertsdóttir VS Dara-Maria Vsvalova (Búlgaría)
- Gull úrslitaleikur
- Berboga U21 kvenna (Barebow U21 Women)
- kl 14:30 laugardaginn 17 maí (11:30 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri: 50% Ísland vs 50% Búlgaría

Fjögur Íslensk lið leika í úrslitum Evrópubikarmótsins.
Tvö Íslensk lið leika í gull úrslitum og tvö önnur í brons úrslitum Evrópubikarmótsins. Aldrei hafa jafn mörg Íslensk lið leikið til úrslita á Evrópubikarmóti og gott útlit fyrir að Íslendingar vinni sín fyrstu gull verðlaun á Evrópubikarmóti í sögu íþróttarinnar.
- Ísland VS Búlgaría
- Gull úrslitaleikur
- Berboga U21 blandað lið (Barebow U21 mixed team)
- kl 10:30 Föstudaginn 16 maí (7:30 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri:
- 80% Ísland vs 20% Búlgaría
- Leikmenn
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Ísland VS Ítalía
- Gull úrslitaleikur
- Trissuboga U18 kvenna lið (Compound U18 women team)
- kl 14:30 Föstudaginn 16 maí (11:30 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri
- 10% Ísland vs 90% Ítalía
- Leikmenn
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir
- Ísland VS Portúgal
- Brons úrslitaleikur
- Trissuboga U18 blandað lið (Compound U18 mixed team)
- kl 10:50 Föstudaginn 16 maí (07:50 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri:
- 45% Ísland vs 55% Portúgal
- Leikmenn
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Magnús Darri Markússon
- Ísland VS Búlgaría
- Brons úrslitaleikur
- Trissuboga U21 blandað liða (Compound U21 mixed team)
- kl 11:30 Föstudaginn 16 maí (08:30 að Íslenskum tíma)
- Spá líkur á sigri:
- 55% Ísland vs 45% Búlgaría
- Leikmenn
- Ragnar Smári Jónasson
- Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori
Mikið af frábærum niðurstöðum
Evrópubikarmótið hefur að vera í gangi síðustu viku (11-17 maí) og í dag (15.05) var síðustu leikjum mótsins að ljúka og ljóst hverjir munu keppa í gull og brons úrslitum liða á föstudaginn og einstaklinga á laugardaginn í beinu streymi.
Gengi Íslensku keppendanna er búið að vera algerlega frábært á mótinu. En fjallað verður ítarlegra um allan árangur Íslendinga í frétt eftir að mótinu lýkur. En hér er eitthvað af þeim árangri sem er kominn í hús frá síðustu 4 dögum mótsins:
Met sem slegin voru á EBU
- Íslandsmet Berbogi karla meistaraflokkur – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 531 stig frá árinu 2019)
- Íslandsmet Berbogi U21 karla – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 511 stig)
- Íslandsmet Berbogi U18 karla – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 511 stig)
- Íslandsmet Trissubogi U21 karla – Ragnar Smári Jónasson – 679 stig (metið var áður 669 stig)
- Íslandsmet Trissubogi U18 kvenna – Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 142 stig (metið var áður 140 stig)
- Landsliðsmet í trissuboga U18 kvenna lið undankeppni – 1670 stig
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir
- Landsliðsmet í berboga Meistaraflokki mixed team undankeppni – 1046 stig
-
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
-
- Landsliðsmet í berboga U21 mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Evrópumet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Heimsmet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
Lokaniðurstöður Íslensku keppendanna sem hafa þegar lokið keppni í einstaklingakeppni:
- Ragnar Smári Jónasson – 9 sæti – Trissubogi U21 karla (Sleginn út af Portúgölskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Magnús Darri Markússon – 9 sæti – Trissuboga U18 karla (Sleginn út af Ítölskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori – 9 sæti – Trissuboga U21 kvenna (Slegin út af Búlgörskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir – 9 sæti – Trissuboga U18 kvenna (Slegin út af Íslenskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – 9 sæti – Trissuboga U18 kvenna (Slegin út af Ítölskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Baldur Freyr Árnason – 33 sæti – Sveigbogi U18 karla (Sleginn út af Rúmenskum keppanda í 48 manna leikjum)
Núna er mikilvægast að fylgjast með okkar fólki í úrslitum og hvetja það áfram!!!