Íslandsmót Ungmenna og Öldunga

Íslandsmót Ungmenna og Öldunga í bogfimi var haldið um helgina 27 og 28 júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

20 titlar voru gefnir út og 20 Íslandsmet voru slegin. Skondið að það hafi lent á sömu tölu 20 titlar og 20 met 2020, en metin eru ekki tengd titlunum.

Frábært veður var á mótinu og margir sólbrunnu, þó að öldungarnir í sveigboga hafi þurft að upplifa smá rigningu í sínum leikjum. Mörg úrslit voru yfir daginn enda keppt í mörgum aldursflokkum og bogaflokkum. Yngsti keppandinn var 10 ára og aldursforsetinn Gunnar Þór Jónsson er 73 ára. Þannig að mjög vítt aldursbil af fólki sem keppir í íþróttinni.

Þetta var í fyrsta sinn sem Íslandsmótin í ungmenna og öldunga utandyra eru haldin sem sér mót utandyra en þau hafa almennt verið haldin á sama tíma og Íslandsmeistaramót í opnum flokki. En sökum aukningu í þátttöku er ekki hægt að koma öllum mótunum fyrir á sömu helginni lengur. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem gull úrslit voru sýnd beint á youtube frá Íslandsmótum ungmenna og öldunga utandyra. Hægt er að finna livestreamin á archery tv iceland youtube rásinni. Þar koma einnig inn síðar útgáfur í betri gæðum.

Gull úrslit ungmenna: https://www.youtube.com/watch?v=ia3yEU2SMeo
Gull úrslit öldunga: https://www.youtube.com/watch?v=jInAUp-FfiA

Heildarúrslit er hægt að finna á ianseo.net.

Ungmenna https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7131
Öldunga https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7133

Einstaklingar sem stóðu sig sérstaklega vel á mótinu.

Nói Barkarsson trissubogi U18 sló 4 Íslandsmet og varði titilinn sinn. MVP mótsins.
Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Marín Aníta Hilmarsdóttir slóu báðar Íslandsmetið í U18 sveigboga kvenna einstaklingskeppni með gífurlegum mun.
Rakel Arnþórsdóttir hækkaði Íslandsmetið Í U21 sveigboga kvenna og tók titilinn
Haraldur Gústafsson hækkaði sveigboga 50+ Íslandsmetið mikið og tók titilinn af öryggi. Kemur sterkur inn.
Albert Ólafsson keppti í bæði sveigboga og trissuboga og komst í gull úrslit í báðum og tók trissuboga 50+ Íslandsmetið og titilinn.
Anna María Alfreðsdóttir tók titilinn af Evrópuleikafaranum Eowyn sem hefur hinngað til staðið ein framar öllum í trissuboga kvenna U18.

Sigurvegarar voru eftirfarandi

Sveigbogi U21
Oliver Ormar Ingvarsson Bogfimifélagið Boginn
Rakel Arnþórsdóttir Íþróttafélagið Akur

Sveigbogi U18
Daníel Már Ægisson Bogfimifélagið Boginn
Halla Sól Þorbjörnsdóttir Bogfimifélagið Boginn

Sveigbogi U16
Pétur Már M Birgisson Bogfimifélagið Hrói Höttur
Nanna Líf Gautadóttir Presburg Íþróttafélagið Akur

Sveigbogi öldunga (50+)
Haraldur Gústafsson Skotfélag Austurlands (SKAUST)
Guðný Gréta Eyþórsdóttir Skotfélag Austurlands (SKAUST)

Trissubogi U18
Nói Barkarson Bogfimifélagið Boginn
Anna María Alfreðsdóttir Íþróttafélagið Akur

Trissubogi U16
Daníel Baldursson Skotfélag Austurlands (SKAUST)
Nóam Óli Stefáns Bogfimifélagið Hrói Höttur

Trissubogi öldunga (50+)
Albert Ólafsson Bogfimifélagið Boginn
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir Bogfimifélagið Boginn

Berbogi
Guðbjörg Reynisdóttir BF Hrói Höttur U21
Friðrik Ingi Hilmarsson Bogfimifélagið Boginn U18
Þórir Freyr Kristjánsson Skotfélag Austurlands (SKAUST) U16
Alexía Lív Birgisdóttir Bogfimifélagið Boginn U16
Ólafur Ingi Brandsson BF Hrói Höttur öldunga (50+)
Guðný Gréta Eyþórsdóttir SKAUST öldunga (50+)

Eftirfarandi Íslandsmet voru slegin á mótinu.

Einstaklinga met U21
Rakel Arnþórsdóttir ÍF Akur sveigbogi kvenna 417 af 720 (bætt um 54 stig)
Nói Barkarson BF Boginn trissubogi undankeppni karla 642 af 720 (bætt um 6)
Nói Barkarson BF Boginn trissubogi útsláttarkeppni karla 142 af 150 (bætt um 7)
Liða met U21
Sveigboga tvíliðaleikur: Oliver Ormar Ingvarsson og Rakel Arnþórsdóttir
Sveigboga liða karla: Oliver Ormar Ingvarsson, Dagur Örn Fannarsson og Georg Rúnar Elfarsson

Einstaklinga met U18
Marín Aníta Hilmarsdóttir BF Boginn sveigbogi kvenna 490 af 720 (bætt um 204)
Nói Barkarson BF Boginn trissubogi undankeppni karla 642 af 720 (bætt um 6)
Nói Barkarson BF Boginn trissubogi útsláttarkeppni karla 142 af 150 (bætt um 7)
Friðrik Ingi Hilmarsson BF Boginn berbogi karla 292 af 720 (bætt um 292)
Liða met U18
Sveigboga tvíliðaleikur: Marín Aníta Hilmarsdóttir og Daníel Már Ægisson

Einstaklinga met U16
Þórir Freyr Kristjánsson SKAUST berbogi karla 469 af 720 (bætt um 469)
Alexía Lív Birgisdóttir BF Boginn berbogi kvenna 204 af 720 (bætt um 204)
Liða met U16
Berbogi tvíliðaleikur: Þórir Freyr Kristjánsson og Alexía Lív Birgisdóttir
Berbogi liða karla: Þórir Freyr Kristjánsson, Auðunn Andri Jóhannesson og Finnbogi Davíð Mikaelsson

Einstaklinga met öldunga (50+)
Albert Ólafsson BF Boginn trissubogi karla 638 af 720 (bætt um 3)
Haraldur Gústafsson SKAUST sveigbogi karla 606 af 720 (bætt um 72)
Sigríður Sigurðardóttir BF Hrói Höttur sveigbogi kvenna 584 (bætt um 27)
Liða met öldunga (50+)
Sveigbogi tvíliðaleikur: Haraldur Gústafsson og Sigríður Sigurðardóttir
Trissubogi tvíliðaleikur: Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
Sveigbogi lið karla: Haraldur Gústafsson, Albert Ólafsson og Kristján Guðni Sigurðsson
Trissubogi lið karla: Albert Ólafsson, Rúnar Þór Gunnarsson og Gunnar Þór Jónsson

Mögulegt er að önnur met hafi verið slegin á mótinu sem við tókum ekki eftir. Munið að tilkynna metin á vefsíðu Bogfimisambands Íslands til þess að fá metin gild. https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/

Sérstakar þakkir til þeirra sem gerðu mótið mögulegt.

Staffið sem aðstoðaði við mótahaldið á öll verðlaunin skilið í mínu hjarta. Án ykkar eru enginn mót.