Íslandmet hjá Helgu og 2 personal best á heimsbikarmótinu í Antalya 2017

Keppni er núna lokið á World Cup Outdoor í Antalya Tyrklandi 2017.

Helga sló Íslandsmetið aftur í undankeppni með skorið 676. Hún átti sjálf gamla metið sem var 673 af 720 mögulegum. Þess má geta að þetta met er hærra en metið í trissuboga karla sem er en 673 stig.

Gummi og Astrid gerðu líka personal best á móti í undankeppni sveigboga, Gummi með 614 stig og Astrid með 507 stig.

Ísland var í 16 sæti í trissuboga mixed team undankeppni og 21 sæti í mixed team sveigboga. Top 16 liðin halda áfram í útsláttarkeppni.

Strax eftir undankeppnina var útsláttarkeppninni mixed team. Í trissuboga mixed team Helga og Gummi á móti Stephan Hansen og Sarah Sönnichen. Danmörk skaut aðeins 2 örvum af út fyrir tíuna og Ísland tapaði þeim leik gegn heimsmeisturunum 158-143 og lenti því í 9.sæti. Það ætti að ýta Íslandi töluvert upp á heimslista í mixed team.

Þannig að þetta var flott gengi hjá Íslandi í undankeppninni. Veðrið var mjög gott, hefði mátt vera kaldara fyrir okkur Íslendingana og það var frekar mikill raki og þungt loftið. Það var eitthvað um vindkviður og það var smá gola í seinni umferð sveigboga en annars enginn vindur til að tala um.

Gummi og Astrid voru mjög þreytt eftir fyrsta daginn enda að keppa í báðum flokkum. Helga var mjög þreytt en eftir að skella sér í sturtu var hún mjög kát eftir daginn og langaði að gera meira.

Eitthvað fréttnæmt á næsta ári í apríl mun heimssambandið breyta fjölda liða sem fara í útsláttarkeppni úr 16 í 24 lið.

Á útsláttardeginum var veðrið svipað og unadankeppnisdeginum en aðeins meiri raki og skýjað fyrri partinn.

Astrid og Gummi byrjuðu í útsláttarkeppninni í sveigboga.

Gummi skaut fínt skor í öllum umferðunum en örvarnar fundu ekki tíuna, andstæðingurinn skaut bara betur og Gummi tapaði 6-0 á móti Ólympíufara frá Kazakhstan.

Það gekk aðeins meira á hjá Astrid þar sem hún vann eina umferðina með 28 stig í heildina, en hún tapaði samt þeirri umferð þar sem hún skaut einni örinni á vitlaust skotmark og fékk því miss fyrr þá ör. Astrid tapaði því líka 6-0 gegn þeirri Indversku.

Gummi skaut næst í trissuboga karla á móti Verma frá Indlandi. Æfingar umferðirnar hræddu Indverjan smá þar sem Gummi skaut lítið út fyrr tíuna í þeim þrem umferðum. En strax og lýst var yfir að skoring væri byrjað skaut Gummi 9-7-6 og það var ekki aftur snúið og Gummi tapaði 126-146.

Næst áttu Astrid og Helga útslátt í trissuboga kvenna.

Astrid keppti á móti Meisner frá Þýskalandi og skaut allt í lagi skor sem var 131 stig. Meisner var betri með 144 stig enda heimsklassa bogakona. Astrid náði að hræða þjálfara Þýskalands þar sem hann fattaði ekki að Astrid talaði þýsku 🙂

Helga keppti á móti Úkraínsku Mariya Shkolna vinkonu okkar sem keppir núna fyrir Pólland. Við bjuggumst við því að þetta yrði hörð keppni og vonuðum að Helga myndi taka þetta en það gekk upp og niður hjá Helgu og hún var í tíum og áttum hægra megin. Góð grúppa á báðum stöðum en Helga hafði ekki nægann tíma til að finna út hvað var að angra hana og var slegin út með skorið 136 á móti 143.

Þetta var því fínt gengi hjá Íslenska liðinu hefðum mátt standa okkur aðeins betur í útsláttarkeppninni, en við neglum það á næsta móti 😉

Heimsbikarmótinu lýkur á Sunnudaginn með medal matches en Ísland er dottið út og þau fljúga heim á föstudaginn með 3 medalíur í farangrinum frá Smáþjóðaleikunum.

Fleira fréttnæmt er að góðar líkur eru á því að sveigboga mixed team verði bætt við á næstu ólympíuleikum.

Einnig eru miklar líkur á því að trissuboga verði bætt við á næstu Evrópuleika. Spennandi fyrir Ísland af því að við eigum góðar líkur á að komast þar inn með íþróttafólk í öllum greinum.

0

Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður af heimsbikarmótinu á þessum síðum.

https://worldarchery.org/competition/15915/antalya-2017-hyundai-archery-world-cup-stage-2#/

http://ianseo.net/Details.php?toId=2024

Næstu mót á dagskrá eru Íslandsmótið utanhúss í Júlí og heimsbikarmótið í Berlin í ágúst.