Tveir keppendur og þjálfari úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar tóku þátt á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) í bogfimi í Óðinsvé Danmörku 3-8 júlí. Þau höfðu góða uppskeru úr því með 1 gull, 1 brons og 1 Íslandsmet og fullt af góðum minningum.
Lokaniðurstöður Ísfirðinga í einstaklingskeppni:
- Kristjana Rögn Andersen SFÍ – 9 sæti berboga kvenna U18
- Maria Kozak SFÍ – 6 sæti berboga kvenna U21
Lokaniðurstöður Ísfirðinga í liðakeppni:
- Kristjana Rögn Andersen SFÍ – 1 sæti berboga U18
- Maria Kozak SFÍ – 3 sæti berboga U21
Ísfirðingar áttu hlutdeild í einu landsliðsmeti á NUM:
- Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
- Heba Róbertsdóttir BFB
- Maria Kozak SFÍ
- Auðunn Andri Jóhannesson BFHH
Maria er Súgfirðingur (Suðureyri við Súgandafjörð) og Kristjana er Þingeyringur. Kristján býr á Bolungarvík. (Hárlitur Grænn/Bleikur/…Grár?, inside joke). Kristján Guðni Sigurðsson þjálfari fylgdi stelpunum út, engillinn sem hann er með geislabauginn.
35 keppendur frá Íslandi kepptu á mótinu og stelpurnar skemmtu sér vel þar sem að þær hafa sjaldan tækifæri til að “hanga” (æfa/keppa) með liðsfélögum sínum úr öðrum félögum og krökkum á Norðurlöndum með sömu áhugamál. NUM er blandað verkefni, bæði fyrir þá sem eru að miða hátt í íþrótinni og þá sem eru að stunda íþróttina sem áhugamál. Því er oft léttari stemming á NUM en er á t.d. HM/EM og slíkum mótum sem eru mjög árangursmiðuð.
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér: